Bauð sér sjálfur inn í bílinn og áreitti tónlistarnema Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 16:38 Ekki kemur fram fyrir utan hvaða tónlistarskóla í Reykjavík maðurinn braut á konunni. Vísir/Vilhelm Rúmenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega í maí 2019 400 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira