Bauð sér sjálfur inn í bílinn og áreitti tónlistarnema Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 16:38 Ekki kemur fram fyrir utan hvaða tónlistarskóla í Reykjavík maðurinn braut á konunni. Vísir/Vilhelm Rúmenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega í maí 2019 400 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Karlmaðurinn fór óboðinn inn í bíl konunnar fyrir utan ónefndan tónlistarskóla í Reykjavík þar sem hún hafði lokið við kennslustund. Var hann dæmdur fyrir að hafa áreitt konuna kynferðislega með því að teygja sig inn um glugga bílsins og strjúka utanklæða upphandlegg hennar, öxl og læri. Fara svo inn í bílinn og strjúka utanklæða hendur hennar, bak, læri og mjaðmir. Hann var þó sýknaður af ákæru um að hafa tekið utan um konuna og kyssa háls hennar þar sem konan sagði í vitnisburði að maðurinn hefði faðmað hana fyrir utan bílinn og sleikja háls hennar, sem dómurinn féllst ekki á að væri til jafns við að kyssa. Mjög hrædd Héraðsdómur mat framburð konunnar trúverðugan. Hún hefði verið að koma úr tíma í tónlistarskóla og set inn í bíl sinn fyrir utan. Nokkru síðar hefði ókunnugur maður komið að dyrum ökumanns en farið svo óboðinn inn í bílinn og sest í farþegasætið. Maðurinn hefði áreitt hana kynferðislega með því að strjúka henni utanklæða. Um leið hefði hann talað við hana á kynferðislegan hátt auk þess að hindra hana að komast úr bílnum með því að halda í hana. Hún hefði mótmælt og verið mjög hrædd. Taldi hún þau hafa verið í bílnum í um klukkustund en upptökur úr öryggismyndavél bentu til þess að tíminn hefði líklega verið helmingi styttri. Hún hefði að lokum komist úr bílnum, farið aftur inn í tónlistarskólann og maðurinn elt hana þangað. Hún hefði leitað skjóls í afgreiðslu en maðurinn farið að ræða við starfsfólk. Konan hefði verið óttasleginn enda maðurinn tjáð henni að hann ætlaði að koma aftur og bíða eftir henni daglega. Vitni og upptaka Karlmaðurinn talar rúmensku, afar litla ensku, en kom hingað frá Hollandi og ætlaði áfram til Kanada. Hann hefði þó ílengst hér en sætti ákvörðun stjórnvalda um brottvísun þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Karlmaðurinn sagði gagnkvæman áhuga á samskiptum hafa verið hjá konunni, konan hefði látið hann hafa númerið sitt og nefndi meinta tóbaksneyslu konunnar. Framburður karlmannsins þótti bæði órökréttur og ósennilegur í heild sinni á allan almennan mælikvarða að sögn dómsins. Héraðsdómur studdist við frásagnir vitna í tónlistarskólanum þangað sem konan leitaði með karlmanninn á hælunum og sömuleiðis upptökur úr öryggismyndavélum sem sýndu áframhaldandi samskipti þeirra fyrir utan bílinn sem ljóst var að konan hafði engan áhuga á. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 400 þúsund króna miskabóta. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira