Tap Skyliners svíður eflaust óhemju mikið en liðið var sextán stigum yfir í hálfleik gegn í leik kvöldsins, staðan þá 48-32 Skyliners í vil. Jón Axel og félagar misstu öll tök á leiknum í síðari hálfleik og skoruðu aðeins 28 stig gegn 54 stigum Bamberg.
Það fór því svo að Bamberg vann tíu stiga sigur, 86-76. Sigurinn lyfti Bamberg upp í 8. sæti deildarinnar þar sem það situr með 16 stig eftir 18 leiki. Skyliners eru sæti neðar með 14 stig eftir 17 leiki.
Jón Axel gerði tíu stig í leiknum ásamt því að taka fjögur fráköst.