Þar ruglaðist hann í rýminu og flaug þyrlunni á hlíð norður af Los Angeles. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja rannsakendur einnig að þeir telji Zobayan hafa talið sig vera að fljúga beint þegar hann var í rauninni að fljúga til jarðar.
Sjá einnig: Ekkja Kobe fer í mál vegna myndbirtinga af þyrluslysinu
Skömmu áður en þyrlan skall til jarðar sagðist flugmaðurinn vera á leið upp úr þokubakkanum. Hið rétta var að hann var nærri því kominn upp úr bakkanum en hafði hallað þyrlunni til vinstri og virtist ekki taka eftir því. Þá byrjaði þyrlan að lækka flugið hratt.
Þegar þyrlan skall í jörðinni var hún á um 296 kílómetra hraða og hafði verið að lækka flugið um 1.219 metra á mínútu. Stór gígur myndaðist við brotlendinguna og brak úr þyrlunni dreifðist víða.
Allir um borð dóu samstundis, eins og áður hefur komið fram.
Sjá einnig: Allir farþegar þyrlunnar létust af völdum höggáverka
Meðlimir rannsóknarnefndarinnar segja engar vísbendingar um að nokkuð hafi verið að þyrlunni og útlit sé fyrir að Zobayan hafi ekki viljað lenda þyrlunni vegna lélegs skyggnis vegna þess að Bryant hafi verið um borð. Flugmaðurinn flaug Bryant reglulega.
Kobe Bryant spilaði með Los Angeles Lakers frá 1996 til 2016 og varð fimm sinnum NBA-meistari með félaginu. Bryant skoraði 25,0 stig að meðaltali í 1346 deildarleikjum með Lakers liðinu og 25,6 stig að meðaltali í 220 leikjum í úrslitakeppninni.