Menntun og almúginn Gunnar Tryggvi Halldórsson skrifar 13. febrúar 2021 09:01 Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði? Í Norðvesturkjördæmi er aðgengi að menntun misgott og jafnræði með ýmsum hætti. Margir íbúar þess hafa mikinn kostnað af því að mennta börn sín. Hér ætla ég að stikla á stóru varðandi menntun í dreifðari byggðum landsins, en þó með áherslu á Norðvesturkjördæmi. Góðir vegir - góður námsmaður Góðar vegasamgöngur fyrir leik- og grunnskólanema frá dreifðari byggðum er vanmetinn hlekkur í menntakerfi landsins. Sjálfur fór ég daglega með skólabíl um 100 km. á dag alla mína grunnskólagöngu í Húnavallaskóla. Við lauslega samantekt, þá komst ég að því að líklegast var ég um 3600 klukkutímar í skólabíl, sem gerir 150 sólarhringa eða um 5 mánuði. Vafalaust eru margir sem þurfa að fara lengri leið en ég til skóla og undistrikar það ennfrekar mikilvægi uppbyggingar á tengivegum landsins. Framhaldsskólanám í nærbyggð Eftir grunnskóla geta börn í sumum tilfellum sótt framhaldsskólanám í sinni heimabyggð, en alls ekki öllum. Við slíkar aðstæður þurfa fjölskyldur að leggja á sig aukakostnað, t.d. við heimavist eða leiguhúsnæði. Vissulega kemur til aðstoðar jöfnunarstyrkur frá Menntasjóði námsmanna og húsaleigubætur frá sveitarfélögum, en það er aðeins brot af heildarkostnaði. Framhaldsskólanemar verða því oft að vinna mikið yfir sumarið og jafnvel með skóla til að kosta nám sitt. Foreldrar aðstoða í flestum tilfellum börn sín við nám en það eru líka til foreldrar sem hafa ekki tök á að dekka þessi viðbótar útgjöld. Við það má ekki una. Það þarf því að stórauka tækifæri í heimabyggð með aðstoð fjartækni við framhaldsskólanám og byggja upp öflugar námsdeildir um land allt. Meira val – minni kostnaður Námsmenn á landsbyggðinni sem sækja sér háskólamenntun eru bundnir af námsframboði hvers skóla. Þurfa því margir að sækja nám langt að heiman með tilheyrandi kostnaði. Ungir námsmenn út á landi hafa því oft fáa kosti aðra en að flytja að heiman. Það er aðstöðumunur sem jafna verður út. Sjálfur þekki ég þessar áskoranir, verandi búsettur í Austur - Húnavantssýslu á leið í háskólanám fyrir nærri tveimur áratugum. Þá var það minn eini kostur að taka námslán til að kosta uppihald í Reykjavík. Eftir námið fór ég út í lífið með milljóna skuldir á herðunum meðan bekkjarbræður mínir í Reykjavík bjuggu enn í foreldrahúsum, skuldlausir. Auka fjármagn til námsmanna frá dreifðari byggðum Bjartur í Sumarhúsum sagði við Jón hreppstjóra, þegar hreppstjórinn stakk upp á því að Ásta Sóllilja lærði hjá honum: „Ég álit þá , að það sé best að þeir sem tilheyra almúganum uppfræði sinn almúga og þeir sem tilheyra stórmennum uppfræði sín stórmenni.“ Þó Bjartur hafi verið stórgallaður maður með þrönga heimssýn, mátti hann eiga það að hann vildi hafa fólkið sitt nálægt sér og reyndi, með misjöfnum árangri, að styrkja sinn hag í heimabyggð. Þótt ekki verði kvittað upp á hans sýn á menntamálum þá er tilvitnunin ágæt til að skerpa fókus. Það á nefnilega að vera forgangsverkefni að auka styrki til náms fyrir íbúa á landsbyggðinni, bæði með hærri jöfnunarstyrkjum vegna framhaldsskólanáms og eins auka vægi styrkja verulega í námslánum háskólanema frá dreifðari byggðum. Eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda er að leiðrétta hlut landsbyggðar í menntamálum og tryggja að sem mest framboð af menntun á framhalds- og háskólastigi sé í boði um land allt. Þessi ákvörðun þarf að koma frá ríkisvaldinu, sem krafa með fjármagni til menntastofnanna en ekki vera geðþóttaákvörðun skólastjórnenda í hverjum skóla fyrir sig. Jöfnum tækifæri til náms fyrir alla landsmenn! Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Norðvesturkjördæmi Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Menntun á öllum skólastigum er mikilvæg fyrir alla landsmenn. Skattgreiðendur, hvort sem þeir búa í dreifbýli eða þéttbýli, eru þeir sem fjármagna menntakerfi landsins. Um þetta getum við öll verið sammála. En hvernig förum við að því gera menntun aðgengilega fyrir alla og tryggja sem mest jafnræði? Í Norðvesturkjördæmi er aðgengi að menntun misgott og jafnræði með ýmsum hætti. Margir íbúar þess hafa mikinn kostnað af því að mennta börn sín. Hér ætla ég að stikla á stóru varðandi menntun í dreifðari byggðum landsins, en þó með áherslu á Norðvesturkjördæmi. Góðir vegir - góður námsmaður Góðar vegasamgöngur fyrir leik- og grunnskólanema frá dreifðari byggðum er vanmetinn hlekkur í menntakerfi landsins. Sjálfur fór ég daglega með skólabíl um 100 km. á dag alla mína grunnskólagöngu í Húnavallaskóla. Við lauslega samantekt, þá komst ég að því að líklegast var ég um 3600 klukkutímar í skólabíl, sem gerir 150 sólarhringa eða um 5 mánuði. Vafalaust eru margir sem þurfa að fara lengri leið en ég til skóla og undistrikar það ennfrekar mikilvægi uppbyggingar á tengivegum landsins. Framhaldsskólanám í nærbyggð Eftir grunnskóla geta börn í sumum tilfellum sótt framhaldsskólanám í sinni heimabyggð, en alls ekki öllum. Við slíkar aðstæður þurfa fjölskyldur að leggja á sig aukakostnað, t.d. við heimavist eða leiguhúsnæði. Vissulega kemur til aðstoðar jöfnunarstyrkur frá Menntasjóði námsmanna og húsaleigubætur frá sveitarfélögum, en það er aðeins brot af heildarkostnaði. Framhaldsskólanemar verða því oft að vinna mikið yfir sumarið og jafnvel með skóla til að kosta nám sitt. Foreldrar aðstoða í flestum tilfellum börn sín við nám en það eru líka til foreldrar sem hafa ekki tök á að dekka þessi viðbótar útgjöld. Við það má ekki una. Það þarf því að stórauka tækifæri í heimabyggð með aðstoð fjartækni við framhaldsskólanám og byggja upp öflugar námsdeildir um land allt. Meira val – minni kostnaður Námsmenn á landsbyggðinni sem sækja sér háskólamenntun eru bundnir af námsframboði hvers skóla. Þurfa því margir að sækja nám langt að heiman með tilheyrandi kostnaði. Ungir námsmenn út á landi hafa því oft fáa kosti aðra en að flytja að heiman. Það er aðstöðumunur sem jafna verður út. Sjálfur þekki ég þessar áskoranir, verandi búsettur í Austur - Húnavantssýslu á leið í háskólanám fyrir nærri tveimur áratugum. Þá var það minn eini kostur að taka námslán til að kosta uppihald í Reykjavík. Eftir námið fór ég út í lífið með milljóna skuldir á herðunum meðan bekkjarbræður mínir í Reykjavík bjuggu enn í foreldrahúsum, skuldlausir. Auka fjármagn til námsmanna frá dreifðari byggðum Bjartur í Sumarhúsum sagði við Jón hreppstjóra, þegar hreppstjórinn stakk upp á því að Ásta Sóllilja lærði hjá honum: „Ég álit þá , að það sé best að þeir sem tilheyra almúganum uppfræði sinn almúga og þeir sem tilheyra stórmennum uppfræði sín stórmenni.“ Þó Bjartur hafi verið stórgallaður maður með þrönga heimssýn, mátti hann eiga það að hann vildi hafa fólkið sitt nálægt sér og reyndi, með misjöfnum árangri, að styrkja sinn hag í heimabyggð. Þótt ekki verði kvittað upp á hans sýn á menntamálum þá er tilvitnunin ágæt til að skerpa fókus. Það á nefnilega að vera forgangsverkefni að auka styrki til náms fyrir íbúa á landsbyggðinni, bæði með hærri jöfnunarstyrkjum vegna framhaldsskólanáms og eins auka vægi styrkja verulega í námslánum háskólanema frá dreifðari byggðum. Eitt af forgangsverkefnum stjórnvalda er að leiðrétta hlut landsbyggðar í menntamálum og tryggja að sem mest framboð af menntun á framhalds- og háskólastigi sé í boði um land allt. Þessi ákvörðun þarf að koma frá ríkisvaldinu, sem krafa með fjármagni til menntastofnanna en ekki vera geðþóttaákvörðun skólastjórnenda í hverjum skóla fyrir sig. Jöfnum tækifæri til náms fyrir alla landsmenn! Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun