Öldungadeildin kallar til vitni í réttarhöldunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 16:51 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sætir ákæru fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun janúar. Getty/Jabin Botsford Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu að kalla til vitni í réttarhöldum deildarinnar yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Trump er ákærður fyrir embættisbrot. Af hundrað þingmönnum greiddu 55 atkvæði með því að kalla til vitni í réttarhöldunum. Þar var um að ræða alla fimmtíu demókrata deildarinnar auk fimm Repúblikana. CNN-fréttastofan greinir frá því að fólk í herbúðum forsetans fyrrverandi sé nokkuð undrandi á gangi mála í öldungadeildinni. Fyrir daginn var talið að málinu yrði lokið í dag og því myndi ljúka með sýknu forsetans. Ekki var talið að nægilega margir Repúblikanar tækju sér stöðu með Demókrötum svo sakfelling næðist. Til þess þarf hreinan meirihluta, eða 67 af hundrað þingmönnum. Saksóknarar í málinu hafa lýst yfir áhuga á því að fá fram vitnisburð fulltrúadeildarþingmannsins og Repúblikanans Jamie Herrera Beutler. Hún er ein þeirra tíu Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump. Saksóknarar vilja sérstaklega fá upplýsingar frá henni um símtal milli Trumps og Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni. Í því er Trump meðal annars sagður hafa skammað McCarthy. Á hann að hafa sagt að múgurinn sem réðst inn í þinghúsið 6. janúar, og Trump er ákærður fyrir að hafa hvatt til dáða, hafi látið sig úrslit forsetakosninganna í nóvember meiru varða en McCarthy. Að mati saksóknara kunni það að vera til marks um að Trump hafi í það minnsta verið fylgjandi því að múgurinn réðist inn í þinghúsið til þess að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna yrðu staðfest. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Af hundrað þingmönnum greiddu 55 atkvæði með því að kalla til vitni í réttarhöldunum. Þar var um að ræða alla fimmtíu demókrata deildarinnar auk fimm Repúblikana. CNN-fréttastofan greinir frá því að fólk í herbúðum forsetans fyrrverandi sé nokkuð undrandi á gangi mála í öldungadeildinni. Fyrir daginn var talið að málinu yrði lokið í dag og því myndi ljúka með sýknu forsetans. Ekki var talið að nægilega margir Repúblikanar tækju sér stöðu með Demókrötum svo sakfelling næðist. Til þess þarf hreinan meirihluta, eða 67 af hundrað þingmönnum. Saksóknarar í málinu hafa lýst yfir áhuga á því að fá fram vitnisburð fulltrúadeildarþingmannsins og Repúblikanans Jamie Herrera Beutler. Hún er ein þeirra tíu Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump. Saksóknarar vilja sérstaklega fá upplýsingar frá henni um símtal milli Trumps og Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeildinni. Í því er Trump meðal annars sagður hafa skammað McCarthy. Á hann að hafa sagt að múgurinn sem réðst inn í þinghúsið 6. janúar, og Trump er ákærður fyrir að hafa hvatt til dáða, hafi látið sig úrslit forsetakosninganna í nóvember meiru varða en McCarthy. Að mati saksóknara kunni það að vera til marks um að Trump hafi í það minnsta verið fylgjandi því að múgurinn réðist inn í þinghúsið til þess að koma í veg fyrir að úrslit kosninganna yrðu staðfest.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira