Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Tveir greindust með virk smit í seinni sýnatöku við landamæraskimun og þá er beðið niðurstöðu mótefnamælingar hjá tveimur til viðbótar.
Nýgengi innanlandssmita er 2,2 og nýgengi landamærasmita 5,5. Tuttugu manns eru í sóttkví og 719 manns í skimunarsóttkví. 26 manns eru í einangrun með Covid-19 og átta eru á sjúkrahúsi.
323 einkennasýni voru tekin í gær og 326 sýni við landamæraskimun. Bólusetningu er lokið hjá 5.757 manns hér á landi og bólusetning hafin hjá 8.330 til viðbótar.
Fréttin hefur verið uppfærð.