Fram kom í nokkuð kómískri færslu lögreglu 9. febrúar að líklegt megi telja að kofinn hafi verið í betra ástandi skömmu áður en hann lenti á veginum, líklega á palli eða kerru.
Lögreglan leitar enn að eiganda kofans og biður þann sem kannast við að hafa tapað kofanum eða hefur vitneskju um hver á kofann um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi, annað hvort á Facebook eða í síma 444-2000.