Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 23:35 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins. Win McNamee/Getty Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. Í bréfi til flokkssystkina sinna á þingi greindi Pelosi, sem er Demókrati, frá þessu og sagði að nefndin myndi rannsaka hvað væri satt og rétt um árásina, auk aðdragandans að henni. Áður hafði þingið skipað Russel L. Honoré, fyrrum liðsforingja innan Bandaríkjahers, til þess að leiða rannsókn á öryggismálum í þinghúsinu. Í bréfi sínu sagði Pelosi að út frá niðurstöðum þeirrar rannsóknar væri ljóst að kafa þyrfti dýpra til þess að leiða staðreyndirnar um atburði 6. janúar í ljós. Eins sagði hún rannsóknina sýna að bæta þyrfti í öryggisgæslu þingsins. Sekur en saklaus Á laugardag sýknaði öldungadeild þingsins Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, af ákæru um embættisbrot. Var honum gefið að sök að hafa valdið árásinni á þinghúsið, en markmið múgsins sem réðst á þingið var að koma í veg fyrir að sigur Joes Biden á Trump í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember yrði staðfestur. Þá virðist sem einhverjir árásarmannanna hafi viljað finna Mike Pence varaforseta, auk þingmanna, og meiða þá eða jafnvel drepa. Trump var sýknaður í öldungadeildinni, en 57 af hundrað þingmönnum þar greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Hins vegar hefðu tíu þingmenn til viðbótar þurft að gera það svo sakfelling næði fram að ganga. Allir fimmtíu demókratar vildu sakfella, auk sjö repúblikana. Einhverjir þeirra Repúblikana sem greiddu atkvæði með sýknu reyndu engu að síður að halda því fram að forsetinn bæri ábyrgð, þrátt fyrir að hafa ekki viljað sakfella hann í þinginu. Þeirra á meðal er Mitch McConnell, þingmaður frá Kentucky og leiðtogi Repúblikana í öldungadeild. Hefur sú afstaða, að ætla að kenna Trump um árásina eftir að hafa greitt atkvæði með sýknu, mætt gagnrýni Demókrata. „Það var valdeflandi að heyra 57 atkvæði með sakfellingu, en svo var furðulegt að heyra og sjá Mitch McConnell standa upp og segja „ekki sekur“ og svo, nokkrum mínútum síðar, standa upp aftur og segja forsetann sekan um allt saman,“ hefur AP-eftir Madeleine Dean, fulltrúadeildarþingmanni Demókrata. „Sagan mun minnast þessa yfirlýsingar þegar hann talaði tungum tveim,“ sagði Dean. Málinu ekki lokið Auk þess að segjast telja forsetann alfarið ábyrgan fyrir gjörðum múgsins þann 6. janúar, sagði McConnell ekki loku fyrir það skotið að Trump yrði sóttur til saka fyrir venjulegum dómstól, sem öldungadeildin er ekki. Sjá einnig: Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna „„Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell á laugardag. Þar vísaði McConnell til þrálátra samsæriskenninga Trumps um víðtækt kosningasvindl sem, að hans mati, væri ástæða þess að hann tapaði kosningunum fyrir Biden. Hvorki Trump né öðrum úr hans herbúðum hefur tekist að færa sönnur á þær staðhæfingar, hvorki fyrir dómi né annars staðar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira
Í bréfi til flokkssystkina sinna á þingi greindi Pelosi, sem er Demókrati, frá þessu og sagði að nefndin myndi rannsaka hvað væri satt og rétt um árásina, auk aðdragandans að henni. Áður hafði þingið skipað Russel L. Honoré, fyrrum liðsforingja innan Bandaríkjahers, til þess að leiða rannsókn á öryggismálum í þinghúsinu. Í bréfi sínu sagði Pelosi að út frá niðurstöðum þeirrar rannsóknar væri ljóst að kafa þyrfti dýpra til þess að leiða staðreyndirnar um atburði 6. janúar í ljós. Eins sagði hún rannsóknina sýna að bæta þyrfti í öryggisgæslu þingsins. Sekur en saklaus Á laugardag sýknaði öldungadeild þingsins Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, af ákæru um embættisbrot. Var honum gefið að sök að hafa valdið árásinni á þinghúsið, en markmið múgsins sem réðst á þingið var að koma í veg fyrir að sigur Joes Biden á Trump í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember yrði staðfestur. Þá virðist sem einhverjir árásarmannanna hafi viljað finna Mike Pence varaforseta, auk þingmanna, og meiða þá eða jafnvel drepa. Trump var sýknaður í öldungadeildinni, en 57 af hundrað þingmönnum þar greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Hins vegar hefðu tíu þingmenn til viðbótar þurft að gera það svo sakfelling næði fram að ganga. Allir fimmtíu demókratar vildu sakfella, auk sjö repúblikana. Einhverjir þeirra Repúblikana sem greiddu atkvæði með sýknu reyndu engu að síður að halda því fram að forsetinn bæri ábyrgð, þrátt fyrir að hafa ekki viljað sakfella hann í þinginu. Þeirra á meðal er Mitch McConnell, þingmaður frá Kentucky og leiðtogi Repúblikana í öldungadeild. Hefur sú afstaða, að ætla að kenna Trump um árásina eftir að hafa greitt atkvæði með sýknu, mætt gagnrýni Demókrata. „Það var valdeflandi að heyra 57 atkvæði með sakfellingu, en svo var furðulegt að heyra og sjá Mitch McConnell standa upp og segja „ekki sekur“ og svo, nokkrum mínútum síðar, standa upp aftur og segja forsetann sekan um allt saman,“ hefur AP-eftir Madeleine Dean, fulltrúadeildarþingmanni Demókrata. „Sagan mun minnast þessa yfirlýsingar þegar hann talaði tungum tveim,“ sagði Dean. Málinu ekki lokið Auk þess að segjast telja forsetann alfarið ábyrgan fyrir gjörðum múgsins þann 6. janúar, sagði McConnell ekki loku fyrir það skotið að Trump yrði sóttur til saka fyrir venjulegum dómstól, sem öldungadeildin er ekki. Sjá einnig: Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna „„Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell á laugardag. Þar vísaði McConnell til þrálátra samsæriskenninga Trumps um víðtækt kosningasvindl sem, að hans mati, væri ástæða þess að hann tapaði kosningunum fyrir Biden. Hvorki Trump né öðrum úr hans herbúðum hefur tekist að færa sönnur á þær staðhæfingar, hvorki fyrir dómi né annars staðar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39