Í kvöld og nótt er gert ráð fyrir mikilli úrkomu á Seyðisfiði. Hitastig er núna yfir frostmarki í fjallahæð og talsverð leysing hefur verið síðan um helgina.
Vegna þessa hefur verið ákveðið að rýma hátt í fimmtíu hús. Það er öll húsin við Botnahlíð, Múlaveg 37, Baugsveg 5, húsin við Austurveg 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56, Fossagötu 4, 5 og 7, Múli og húsin við Hafnargötu 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c.
Rýmingin er í varúðarskyni þar sem óvissa er um stöðugleika hlíðanna í Botnabrún eftir skriðuföllin í desember.
Staða rýmingar verður endurmetin á morgun. Búist er við hægt kólnandi veðri á miðvikudag og að á fimmtudag verður aftur komið frost til fjalla.