Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 06:55 Trump og McConnell þegar allt lék í lyndi á milli þeirra í forsetatíð þess fyrrnefnda. Getty/Drew Angerer Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. McConnell var einn dyggasti stuðningsmaður Trumps í forsetatíð hans og yfirlýsingin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að öldungadeildin sýknaði Trump af ákæru um embættisbrot. Það var meðal annars fyrir tilstilli McConnell sem sú niðurstaða fékkst í þinginu þar sem ekki nægilega margir Repúblikanar samþykktu að dæma Trump. McConnell greiddi meðal annars atkvæði gegn því að dæma Trump fyrir embættisbrot en sagði þó að forsetinn fyrrverandi væri siðferðislega ábyrgur fyrir að ýta undir árásina á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar. Það hefði forsetinn fyrrverandi gert með lygum sínum um að svindlað hefði verið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Yfirlýsingin undirstriki klofninginn í Repúblikanaflokknum Svo virðist sem það séu þessi orð McConnell sem hafa farið öfugt ofan í Trump sem skefur ekki utan af því í yfirlýsingunni í gær: „McConnell er önug og fýld pólitísk bikkja sem brosir aldrei og ef að öldungadeildarþingmenn Repúblikana ætla að binda trúss sitt við hann munu þeir aldrei sigra aftur,“ sagði Trump meðal annars í yfirlýsingunni. Þá sagði hann Repúblikanaflokkinn aldrei geta orðið sterkan eða vandan að virðingu sinni á ný með pólitíska „leiðtoga“ eins og McConnell við stjórnvölinn. Skortur McConnells á pólitísku innsæi, visku, hæfileikum og persónuleika hefði kostað Repúblikana meirihlutann í öldungadeildinni í kosningunum í nóvember. Í umfjöllun Washington Post um málið segir að yfirlýsing Trumps undirstriki klofning í Repúblikanaflokknum og dragi enn skýrar fram þær tvær blokkir sem munu berjast um völdin í flokknum á næstunni. Annars vegar sé þar um að ræða Trump sjálfan og stuðningsmenn hans sem setja engin spurningamerki við hegðun eða gjörðir forsetans fyrrverandi. Hins vegar séu svo hefðbundnari Repúblikanar sem vilja leggja áherslu á að byggja flokkinn upp að nýju með pólitískri stefnu sem höfði meira til kjósenda. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
McConnell var einn dyggasti stuðningsmaður Trumps í forsetatíð hans og yfirlýsingin kemur aðeins nokkrum dögum eftir að öldungadeildin sýknaði Trump af ákæru um embættisbrot. Það var meðal annars fyrir tilstilli McConnell sem sú niðurstaða fékkst í þinginu þar sem ekki nægilega margir Repúblikanar samþykktu að dæma Trump. McConnell greiddi meðal annars atkvæði gegn því að dæma Trump fyrir embættisbrot en sagði þó að forsetinn fyrrverandi væri siðferðislega ábyrgur fyrir að ýta undir árásina á bandaríska þinghúsið í byrjun janúar. Það hefði forsetinn fyrrverandi gert með lygum sínum um að svindlað hefði verið í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Yfirlýsingin undirstriki klofninginn í Repúblikanaflokknum Svo virðist sem það séu þessi orð McConnell sem hafa farið öfugt ofan í Trump sem skefur ekki utan af því í yfirlýsingunni í gær: „McConnell er önug og fýld pólitísk bikkja sem brosir aldrei og ef að öldungadeildarþingmenn Repúblikana ætla að binda trúss sitt við hann munu þeir aldrei sigra aftur,“ sagði Trump meðal annars í yfirlýsingunni. Þá sagði hann Repúblikanaflokkinn aldrei geta orðið sterkan eða vandan að virðingu sinni á ný með pólitíska „leiðtoga“ eins og McConnell við stjórnvölinn. Skortur McConnells á pólitísku innsæi, visku, hæfileikum og persónuleika hefði kostað Repúblikana meirihlutann í öldungadeildinni í kosningunum í nóvember. Í umfjöllun Washington Post um málið segir að yfirlýsing Trumps undirstriki klofning í Repúblikanaflokknum og dragi enn skýrar fram þær tvær blokkir sem munu berjast um völdin í flokknum á næstunni. Annars vegar sé þar um að ræða Trump sjálfan og stuðningsmenn hans sem setja engin spurningamerki við hegðun eða gjörðir forsetans fyrrverandi. Hins vegar séu svo hefðbundnari Repúblikanar sem vilja leggja áherslu á að byggja flokkinn upp að nýju með pólitískri stefnu sem höfði meira til kjósenda.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Sjá meira
Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44
Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. 15. febrúar 2021 23:35
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39