„Hann stóð sig bara betur í smalamennskunni“ Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2021 12:16 Mikla athygli vekur að Bjarkey, sem hefur verið einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, laut í lægra haldi fyrir Óla í forvalinu. Hún segist ekki hafa orðið þess vör að Steingrímur J. Sigfússon hafi hlutast til um valið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segist enn vera að velta því fyrir sér hvort hún þiggur annað sæti á lista Vinstri grænna fyrir næstu Alþingiskosningar á Norðurlandi eystra. „Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því í gær. Ekki í sjálfu sér. Niðurstaðan lá fyrir þá og ég er að vinna í því, átta mig á því hvað ég vil gera,“ segir Bjarkey í samtali við Vísi. Hún segir að það komi í ljós fljótlega hvað verður. Það kom mörgum áhugamanninum um stjórnmál á óvart að Bjarkey, sem er þingflokksformaður Vinstri grænna og þannig einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, skyldi hafa tapað í forvali flokksins fyrir Óla Halldórssyni, sem er varaþingmaður flokksins og sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi. Bjarkey hefur verið afar holl forystunni og eindreginn stuðningsmaður hins umdeilda ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Segist ekki hafa orðið vör við afskipti Steingríms Óvarlegt er þó að ætla að þessi niðurstaða sé til marks um klofning innan VG eða að þetta sé til marks um mikla óánægju Vinstri grænna fyrir austan með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta snýst meira um arfleifð stofnanda flokksins 1999, Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur verið foringi flokksins í þessu kjördæmi allar götur. Óli tilheyrir stórri ætt á Húsavík sem hefur ávallt stutt Steingrím með ráðum og dáð. Steingrímur gaf það út, eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði ekki fram í komandi kosningum, að hann ætlaði ekki að hafa afskipti af pólitíkinni; eins og menn segja. En Bjarkey segist aðspurð ekki hafa orðið annars vör en að Steingrímur hafi haldið sig til hlés. „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað. Og hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það sé hárrétt,“ segir hún spurð um hvort Steingrímur hafi staðið við þau orð sín. Niðurstaðan kom Bjarkey á óvart Bjarkey segir, þegar staða hennar er nefnd; þingflokksformaður og í innsta hring, að niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Og verið vonbrigði. „Þetta snýst um smalamennsku og hann stóð sig betur í því.“ Má þá segja að þú hafir sofið á verðinum gagnvart smalanum? „Forvöl og prófkjör snúast gjarnan um eitthvað svoleiðis og þetta er ekkert öðruvísi en önnur slík. En þetta er niðurstaðan sem ég er að glíma við, snýst ekkert endilega um hvað þú hefur gert heldur þetta að þú smalar einhverjum … reynir að fá fólk til liðs við hreyfinguna eins og gengur og gerist.“ Bjarkey segist eiga eftir að heyra í sínu baklandi, sínu fólki og kortleggja stöðuna. Hún segir að það muni verða fljótlega. Spurð hvort hún sé búin að ræða við Katrínu Jakobsdóttur formann, sem hún hefur verið afar handgengin, segir Bjarkey: „Ég er auðvitað búin að tala við mitt nánasta fólk.“ Ætlar að taka sæti á lista Uppfært 13:35 Bjarkey tilkynnti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, að hún ætli að þiggja 2. sæti á lista. Þar segir hún: „Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til forystu vil ég tilkynna að ég hyggst taka annað sætið á listanum. Ég óska Óla Halldórssyni til hamingju með fyrsta sætið og öllum hinum sem hlutu kosningu og hlakka til að vinna með þeim og öllum okkar góðu félögum í Norðausturkjördæmi.“ Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til...Posted by Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021 Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Tengdar fréttir Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
„Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst frá því í gær. Ekki í sjálfu sér. Niðurstaðan lá fyrir þá og ég er að vinna í því, átta mig á því hvað ég vil gera,“ segir Bjarkey í samtali við Vísi. Hún segir að það komi í ljós fljótlega hvað verður. Það kom mörgum áhugamanninum um stjórnmál á óvart að Bjarkey, sem er þingflokksformaður Vinstri grænna og þannig einn helsti foringi flokksins á þessu kjörtímabili, skyldi hafa tapað í forvali flokksins fyrir Óla Halldórssyni, sem er varaþingmaður flokksins og sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi. Bjarkey hefur verið afar holl forystunni og eindreginn stuðningsmaður hins umdeilda ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Segist ekki hafa orðið vör við afskipti Steingríms Óvarlegt er þó að ætla að þessi niðurstaða sé til marks um klofning innan VG eða að þetta sé til marks um mikla óánægju Vinstri grænna fyrir austan með ríkisstjórnarsamstarfið. Þetta snýst meira um arfleifð stofnanda flokksins 1999, Steingríms J. Sigfússonar, sem hefur verið foringi flokksins í þessu kjördæmi allar götur. Óli tilheyrir stórri ætt á Húsavík sem hefur ávallt stutt Steingrím með ráðum og dáð. Steingrímur gaf það út, eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði ekki fram í komandi kosningum, að hann ætlaði ekki að hafa afskipti af pólitíkinni; eins og menn segja. En Bjarkey segist aðspurð ekki hafa orðið annars vör en að Steingrímur hafi haldið sig til hlés. „Ég hef ekki orðið vör við neitt annað. Og hef ekki ástæðu til að ætla annað en að það sé hárrétt,“ segir hún spurð um hvort Steingrímur hafi staðið við þau orð sín. Niðurstaðan kom Bjarkey á óvart Bjarkey segir, þegar staða hennar er nefnd; þingflokksformaður og í innsta hring, að niðurstaðan hafi komið sér á óvart. Og verið vonbrigði. „Þetta snýst um smalamennsku og hann stóð sig betur í því.“ Má þá segja að þú hafir sofið á verðinum gagnvart smalanum? „Forvöl og prófkjör snúast gjarnan um eitthvað svoleiðis og þetta er ekkert öðruvísi en önnur slík. En þetta er niðurstaðan sem ég er að glíma við, snýst ekkert endilega um hvað þú hefur gert heldur þetta að þú smalar einhverjum … reynir að fá fólk til liðs við hreyfinguna eins og gengur og gerist.“ Bjarkey segist eiga eftir að heyra í sínu baklandi, sínu fólki og kortleggja stöðuna. Hún segir að það muni verða fljótlega. Spurð hvort hún sé búin að ræða við Katrínu Jakobsdóttur formann, sem hún hefur verið afar handgengin, segir Bjarkey: „Ég er auðvitað búin að tala við mitt nánasta fólk.“ Ætlar að taka sæti á lista Uppfært 13:35 Bjarkey tilkynnti nú rétt í þessu, á Facebooksíðu sinni, að hún ætli að þiggja 2. sæti á lista. Þar segir hún: „Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til forystu vil ég tilkynna að ég hyggst taka annað sætið á listanum. Ég óska Óla Halldórssyni til hamingju með fyrsta sætið og öllum hinum sem hlutu kosningu og hlakka til að vinna með þeim og öllum okkar góðu félögum í Norðausturkjördæmi.“ Ég neita því ekki að niðurstaða forvalsins var sannarlega óvænt. Um leið og ég þakka öllum þeim sem studdu mig til...Posted by Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir on Miðvikudagur, 17. febrúar 2021
Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Tengdar fréttir Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi Alls hafa tólf manns gefið kost á sér í forvali Vinstri grænna um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir þingkosningar næsta haust. Forvalið verður rafrænt og haldið 13. til 15. febrúar næstkomandi. 26. janúar 2021 09:58