Vill að forseti Alþingis og forsætisnefnd skoði orðræðu Helga Hrafns Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 13:36 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill að forseti Alþingis og forsætisnefnd taki til skoðunar ummæli Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um Miðflokkinn. Helgi Hrafn var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins á Alþingi í gær í umræðu um málefni innflytjenda. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratug síðustu aldar og gyðingahatri. Þorsteinn sagði orðræðuna ólíðandi. „Þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þingflokki með lítið burstaskegg og allir greiddir til vinstri. Þetta er ekki líðandi og það er ekki líðandi að heill þingflokkur sé sakaður um tilburði sem nálgast gyðingahatur.“ „Þessa orðræðu þarf að stöðva núna og forsætisnefnd og forseti Alþingis þurfa að taka þetta mál á dagskrá og sjá til þess að svona orðræða sé ekki viðhöfð hér í þingsölum Alþingis,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að lokinni ræðu Þorsteins mikilvægt að allir gæti orða sinna. „Forseti gerir ekki athugasemdir við þessa ræðu og var þó nokkuð djúpt í árinni tekið þar gagnvart öðrum sem hér starfa á þessum vinnustað,“ sagði Steingrímur. Stendur við orð sín Helgi Hrafn svaraði ræðu Þorsteins og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Ég tek það nærri mér sem þingmaður og lýðræðiðsinni að hér sé kallað eftir því að þagga niður í þingmönnum fyrir að gagnrýna Miðflokkinn. Ég valdi orð mín í gær af kostgæfni og nákvæmni. Ég stend við þau. Ég mun ítreka þau. Ég biðst ekki afsökunar og læt Miðflokkinn um að leiðrétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/Vilhelm Af orðum Steingríms að lokinni ræðu Helga Hrafns má ráða að hann hyggst ekki taka ummæli Helga Hrafns til nánari skoðunar. „Það er í valdi þess forseta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orðfæri þingmanna og hvort það þurfi að gera athugasemdir við, en athafnir eða athafnaleysi forseta í slíkum tilvikum eru endanlegar og þeirri niðurstöðu verður ekki áfrýjað.“ Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Helgi Hrafn var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins á Alþingi í gær í umræðu um málefni innflytjenda. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratug síðustu aldar og gyðingahatri. Þorsteinn sagði orðræðuna ólíðandi. „Þar sem teiknuð var upp mynd af heilum þingflokki með lítið burstaskegg og allir greiddir til vinstri. Þetta er ekki líðandi og það er ekki líðandi að heill þingflokkur sé sakaður um tilburði sem nálgast gyðingahatur.“ „Þessa orðræðu þarf að stöðva núna og forsætisnefnd og forseti Alþingis þurfa að taka þetta mál á dagskrá og sjá til þess að svona orðræða sé ekki viðhöfð hér í þingsölum Alþingis,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði að lokinni ræðu Þorsteins mikilvægt að allir gæti orða sinna. „Forseti gerir ekki athugasemdir við þessa ræðu og var þó nokkuð djúpt í árinni tekið þar gagnvart öðrum sem hér starfa á þessum vinnustað,“ sagði Steingrímur. Stendur við orð sín Helgi Hrafn svaraði ræðu Þorsteins og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Ég tek það nærri mér sem þingmaður og lýðræðiðsinni að hér sé kallað eftir því að þagga niður í þingmönnum fyrir að gagnrýna Miðflokkinn. Ég valdi orð mín í gær af kostgæfni og nákvæmni. Ég stend við þau. Ég mun ítreka þau. Ég biðst ekki afsökunar og læt Miðflokkinn um að leiðrétta það sem honum finnst hafa farið úrskeiðis í gær.“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/Vilhelm Af orðum Steingríms að lokinni ræðu Helga Hrafns má ráða að hann hyggst ekki taka ummæli Helga Hrafns til nánari skoðunar. „Það er í valdi þess forseta sem fundi stýrir hverju sinni að leggja mat á orðfæri þingmanna og hvort það þurfi að gera athugasemdir við, en athafnir eða athafnaleysi forseta í slíkum tilvikum eru endanlegar og þeirri niðurstöðu verður ekki áfrýjað.“
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira