Eðlilegt að skoða hvort lögregla þurfi frekari valdbeitingarheimildir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:13 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/Vilhelm Skoða þarf hvort lögregla þurfi á ríkari rannsóknar- og valdbeitingarheimildum að halda, segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að fara eigi yfir málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag sagði Birgir eðlilegt að valdbeitingarheimildir lögreglu séu skoðaðar samhliða rannsókn á alvarlegum atburðum. Ákjósanlegt væri að kalla lögreglu- og dómsmálayfirvöld fyrir nefndina. Þannig mætti skoða hvaða breytingar hafi átt sér stað í umhverfi lögreglu á liðnum árum. „Og farið sé yfir hvort lögreglan sé eins og við viljum að hún sé í stakk búin til að bregðast við alvarlegri stöðu og alvarlegum afbrotum,“ sagði Birgir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, talaði á öðrum nótum en Birgir á Alþingi í dag. „Hvernig þjóð viljum við vera? Mitt svar er einfalt hvað það varðar um að efla hina almennu lögreglu. Við eigum ekki að stíga þau skref að auka vopnaburð hennar,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hann benti á að sérsveit lögreglu hafi yfir vopnum að ráða. „Það er sjálfsagt að við ræðum það hvernig lögreglunni, sem sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, gengur að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði hann og bætti við að fara mætti í heildstæða skoðun á því hvort einhverju þurfi að breyta. „En við þurfum að ákveða hvernig þjóð við viljum vera. Mín skoðun er sú að við viljum áfram vera þjóð þar sem hin almenna lögregla er ekki vopnum búin.“ Lögreglan Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag sagði Birgir eðlilegt að valdbeitingarheimildir lögreglu séu skoðaðar samhliða rannsókn á alvarlegum atburðum. Ákjósanlegt væri að kalla lögreglu- og dómsmálayfirvöld fyrir nefndina. Þannig mætti skoða hvaða breytingar hafi átt sér stað í umhverfi lögreglu á liðnum árum. „Og farið sé yfir hvort lögreglan sé eins og við viljum að hún sé í stakk búin til að bregðast við alvarlegri stöðu og alvarlegum afbrotum,“ sagði Birgir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, talaði á öðrum nótum en Birgir á Alþingi í dag. „Hvernig þjóð viljum við vera? Mitt svar er einfalt hvað það varðar um að efla hina almennu lögreglu. Við eigum ekki að stíga þau skref að auka vopnaburð hennar,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hann benti á að sérsveit lögreglu hafi yfir vopnum að ráða. „Það er sjálfsagt að við ræðum það hvernig lögreglunni, sem sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, gengur að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði hann og bætti við að fara mætti í heildstæða skoðun á því hvort einhverju þurfi að breyta. „En við þurfum að ákveða hvernig þjóð við viljum vera. Mín skoðun er sú að við viljum áfram vera þjóð þar sem hin almenna lögregla er ekki vopnum búin.“
Lögreglan Alþingi Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira