Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 17:01 Mjög kalt hefur verið í Texas og víðar. AP/LM Otero Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. Milljónir eru án rafmagns og hita og minnst tuttugu hafa dáið. Þar á meðal ein fjölskylda sem bjó í nágrenni Houston í Texas. Þau köfnuðu vegna koltvísýringseitrunar frá bíl í bílskúr þeirra. Þau voru að hlýja sér í bílnum. Önnur fjölskylda kafnaði frá eldi sem þau höfðu kveikt í eldstæði á heimili þeirra. Fjölmargir hafa þurft að fara á sjúkrahús vegna koltvísýringseitrunar þar sem fólk hefur ítrekað kveikt elda á heimilum sínum. Bara í Harrissýslu, þar sem Houston er, hafa rúmlega 300 þurft á sjúkrahús. Þetta kuldakast er til komið vegna heimskautalægðarinnar svokölluðu, sem heldur sig iðulega á heimskautasvæðinu, eins og nafnið gefur til kynna. Lægð þessi hefur nú verið að færa sig sunnar á bóginn og haldið sig þar lengur en gengur og gerist. Vísindamenn segja það afleiðingu veðurfarsbreytinga og að mögulega muni kuldaköstum sem þessum fara fjölgandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni spá veðurfræðingar því að lægðin færist norðaustur annað kvöld. Undirbúningur vegna þessa stendur nú yfir allt frá Baltimore til Boston. Íhaldsmenn í Texas og víðar um Bandaríkin hafa bent fingrum sínum á umhverfisvæna orkugjafa eins og vind- og sólarorku og rafmagnsleysið sé þeim orkugjöfum að kenna. Það er í grunninn ekki rétt. Eins og bent er á í grein AP og í grein Washington Post um þessar ásakanir út í umhverfisvæna orkugjafa, þá er það rétt að ráðamenn í Texas hafi auki vægi þeirra í raforkukerfi ríkisins. Allt frá tíu til 25 prósent rafmagns Texas er nú tilkomið vegna vindorku. Orkustofnun Texas, ERCOT, gaf það út í gær að um rafmagnskerfi ríkisins væri um 46 þúsund megtavöttum undir hámarksframleiðslu og var það vegna kuldakastsins. Þar af vantaði um 30 þúsund MV upp á hjá orkuverum sem reiða á kol, gas og kjarnorku og um sextán þúsund MV hjá vindorkuverum. Í grein Houston Chronicle segir segir að rafmagnskerfi Texas sé vel undirbúið fyrir hitabylgjur, þegar notkun hækkar verulega. Það sama megi ekki segja um kuldaköst. Framleiðsla ríkisins á olíu hafi dregist saman um tvær milljónir tunna á dag og framleiðsla á náttúrugasi um sjö rúmfet á dag. Ekki hafi því reynst mögulegt að keyra orkuver á fullum afköstum. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Milljónir eru án rafmagns og hita og minnst tuttugu hafa dáið. Þar á meðal ein fjölskylda sem bjó í nágrenni Houston í Texas. Þau köfnuðu vegna koltvísýringseitrunar frá bíl í bílskúr þeirra. Þau voru að hlýja sér í bílnum. Önnur fjölskylda kafnaði frá eldi sem þau höfðu kveikt í eldstæði á heimili þeirra. Fjölmargir hafa þurft að fara á sjúkrahús vegna koltvísýringseitrunar þar sem fólk hefur ítrekað kveikt elda á heimilum sínum. Bara í Harrissýslu, þar sem Houston er, hafa rúmlega 300 þurft á sjúkrahús. Þetta kuldakast er til komið vegna heimskautalægðarinnar svokölluðu, sem heldur sig iðulega á heimskautasvæðinu, eins og nafnið gefur til kynna. Lægð þessi hefur nú verið að færa sig sunnar á bóginn og haldið sig þar lengur en gengur og gerist. Vísindamenn segja það afleiðingu veðurfarsbreytinga og að mögulega muni kuldaköstum sem þessum fara fjölgandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni spá veðurfræðingar því að lægðin færist norðaustur annað kvöld. Undirbúningur vegna þessa stendur nú yfir allt frá Baltimore til Boston. Íhaldsmenn í Texas og víðar um Bandaríkin hafa bent fingrum sínum á umhverfisvæna orkugjafa eins og vind- og sólarorku og rafmagnsleysið sé þeim orkugjöfum að kenna. Það er í grunninn ekki rétt. Eins og bent er á í grein AP og í grein Washington Post um þessar ásakanir út í umhverfisvæna orkugjafa, þá er það rétt að ráðamenn í Texas hafi auki vægi þeirra í raforkukerfi ríkisins. Allt frá tíu til 25 prósent rafmagns Texas er nú tilkomið vegna vindorku. Orkustofnun Texas, ERCOT, gaf það út í gær að um rafmagnskerfi ríkisins væri um 46 þúsund megtavöttum undir hámarksframleiðslu og var það vegna kuldakastsins. Þar af vantaði um 30 þúsund MV upp á hjá orkuverum sem reiða á kol, gas og kjarnorku og um sextán þúsund MV hjá vindorkuverum. Í grein Houston Chronicle segir segir að rafmagnskerfi Texas sé vel undirbúið fyrir hitabylgjur, þegar notkun hækkar verulega. Það sama megi ekki segja um kuldaköst. Framleiðsla ríkisins á olíu hafi dregist saman um tvær milljónir tunna á dag og framleiðsla á náttúrugasi um sjö rúmfet á dag. Ekki hafi því reynst mögulegt að keyra orkuver á fullum afköstum.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55
Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. 16. febrúar 2021 18:22