Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir staðreyndirnar sýna að aðgerðir á landamærum hér séu ekki með þeim hörðustu í Evrópu. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa svo áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í fréttum RÚV í gær að með breytingunum sem taka gildi á morgun væri verið að skella í lás umfram það sem þegar var orðið. „Þetta eru þá orðnar langhörðustu sóttvarnaaðgerðir í Evrópu og alveg klárt mál að á meðan þetta stendur er ekki möguleiki að það komi hingað ferðamenn að neinu ráði,“ sagði Jóhannes. Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þessi fullyrðing væri ekki rétt ef litið væri á staðreyndir málsins og það hvernig Ísland væri að standa sig í samanburði við önnur lönd. „Og notum mælikvarða á harðar aðgerðir þann í fyrsta lagi bann við ónauðsynlegum ferðalögum milli landa, kröfu um neikvæð PCR-próf fyrir komu og kröfu um sóttkví fyrir komuna til landsins þá er samanburður við EES og EFTA-löndin þrjátíu þannig: Bann við ónauðsynlegum ferðalögum til landa er viðhaft í níu löndum. Ísland er ekki þar á meðal. Krafa um neikvætt PCR fyrir komu er gert í 21 landi, allt frá 24 klukkustundum eins og í mörgum nálægum löndum upp í 72 klukkustundir, að vottorðið megi ekki vera eldri en þetta,“ sagði Þórólfur og bætti við að neikvæða PCR-prófið sem krafist er hér má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. „Nú krafan um komuna við sóttkví til landsins, 29 lönd af 30 krefjast sóttkvíar af einhverju tagi, allt frá 72 klukkustundum upp í fjórtán daga eftir komu, jafnvel þrátt fyrir neikvætt PCR-vottorð fyrir komu. Tíu lönd krefjast tíu daga sóttkvíar en átta lönd krefjast fjórtán daga sóttkvíar. Í sumum löndum er hægt að stytta sóttkví í fimm til sjö daga en ekki öllum. Einungis þrjú lönd krefjast ekki sóttkvíar. Á Íslandi er krafist fimm daga sóttkvíar með sýnatöku tvö.“ Kröfurnar varðandi sýnatöku og sóttkví væru þannig töluvert slakari hér en í mörgum öðrum löndum. Þá væri Ísland annað tveggja landa í Evrópu sem undanskilur einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 frá kröfu um neikvætt PCR-próf fyrir komu sem og frá skimun á landamærum. „Auk þess veitir bólusetning gegn Covid-19 sömu undanþágu frá aðgerðum á landamærum og ég veit ekki til þess að nokkurt annað land sé með það fyrirkomulag. Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira