Atvinnuleysi „eitur í beinum Íslendinga“ Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 23:04 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir hlutfallslegt vægi ferðaþjónustu hér á landi skýra að vissu marki hvers vegna atvinnuleysi er hærra hér á landi en á Norðurlöndunum. Allar spár geri þó ráð fyrir því að greinin nái vopnum sínum fljótt aftur þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur, sem komi til með að hafa jákvæð áhrif á atvinnustig í landinu. „Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín. Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
„Ég var á fundi Þjóðhagsráðs í gær og þar var meðal annars verið að ræða stöðuna í atvinnumálum og það eru allir aðilar sem að þessu koma sammála um það að atvinnuleysi sé algjört eitur í beinum Íslendinga og að það hljóti að vera sameiginlegt markmið okkar núna á næstu vikum, mánuðum og misserum að draga verulega úr þessu atvinnuleysi samhliða hækkandi sól,“ segir Halldór, en hann ræddi stöðuna á vinnumarkaði í Reykjavík síðdegis í dag. Atvinnuleysið er sögulega hátt um þessar mundir og segir Halldór margar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að sporna gegn frekara atvinnuleysi. Til að mynda bjóðist fyrirtækjum svokallaður ráðningastyrkur til þess að ráða inn fólk af atvinnuleysisskrá sem ella yrði ekki ráðið. Íslenskt hagkerfi fjölbreyttara en nokkru sinni fyrr Halldór segir enga furðu vekja að ferðaþjónustan sé fyrirferðarmikil í umræðunni enda hafi vöxtur hennar verið mikill undanfarin ár. Íslenskt hagkerfi, sem áður hafi verið nokkuð einsleitt, sé þó fjölbreyttara nú en nokkru sinni fyrr. „Við getum farið aftur um fimmtíu ár, þegar stóriðjan var að hasla sér völl. Núna eru þessar stoðir undir útflutningsgreinarnar okkar orðnar þrjár, fjórar hið minnsta. Þær hafa líka tekið miklum breytingum á undanförnum árum,“ segir Halldór, sem er þó bjartsýnn á framhaldið. „Allar spár gera ráð fyrir því að ferðaþjónustan verði tiltölulega fljót að ná vopnum sínum á nýjan leik þegar kófinu lýkur. Það má rekja lungann af þessu atvinnuleysi sem við erum að horfa á núna til nákvæmlega þessa.“ „Afskaplega óskynsamlegt“ að hækka laun við núverandi aðstæður Nýir kjarasamningar tóku gildi um áramótin með tilheyrandi launahækkunum og segir Halldór Ísland ganga lengst í þeim efnum af nágrannalöndunum. Að hans mati sé það óskynsamleg ráðstöfun þegar atvinnuleysi er svo hátt. „Ég hef sagt að það sé afskaplega óskynsamleg ráðstöfun og það er ekki verið að gera það annars staðar í kringum okkur í þeim mæli sem við erum að gera. Enda hef ég, og Samtök atvinnulífsins, reynt að leggja ríka áherslu á það að þetta sé beinlínis óskynsamlegt í þessu árferði og að það sé mikilvægara að reyna að tryggja sem flestum vinnu.“ Aðspurður hvort það sé áhyggjuefni að fólk, sem áður starfaði í greinum sem nú eiga undir högg að sækja, hafi farið í önnur störf segist hann ekki vera þeirrar skoðunar. Það sé mun frekar jákvætt. „Þetta er einn af göldrum þessa frjálsa markaðshagkerfis sem við búum í, það er hreyfanleiki milli starfa og á milli atvinnugreina. Þegar vel gengur í einni grein, þá kemur fólk úr öðrum atvinnugreinum og haslar sér völl í þeirri grein og öfugt; þegar harðnar á dalnum þá eru einhverjir sem fara úr þeirri atvinnugrein sem þeir stunduðu áður og freista gæfunnar á öðrum vettvangi. Ég lít ekki á þetta sem veikleika eða vandamál, heldur styrkleika markaðshagkerfisins og ástæðu þess að hagkerfið er í raun svo lífvænlegt.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Halldór Benjamín.
Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira