Skilningsleysi kapítalista á kapítalisma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2021 08:31 Gjarnan gleyma ötulir talsmenn kapítalismans að hugsa kapítalískt fyrir aðra en sjálfa sig. Það á sérstaklega við þegar að stéttarfélög og láglaunastéttir eru gerðar ábyrgar fyrir hagkvæmni og efnahagslegum stöðuleika, sem er algengt á Íslandi. Í nýlegri grein Viðskiptaráðs Íslands er fjallað um mikilvægi þess að lágmarka óvissu á vinnumarkaðnum auk tengsla launakostnaðar og framleiðni. Ég ætla ekki að deila á heildar inntak greinarinnar en ætla að deila á innihald eftirfarandi málsgreina. „Vegna stærðar hins miðstýrða íslenska vinnumarkaðar verður hann óhjákvæmilega þriðji armur hagstjórnarinnar og ber þannig mikla ábyrgð á að stuðla að þessum verð- og efnahagsstöðugleika. Draga má þessa ábyrgð oft og tíðum í efa. Nýjasta dæmið er algjört viljaleysi ASÍ til að breyta kjarasamningum á síðasta ári þó að efnahagslegar forsendur þeirra væru bersýnilega fyrir bí vegna kreppunnar.“ „Líkt og 2+2=4 eru það algild sannindi að launakostnaður og framleiðni verða að fylgjast að til lengri tíma ef atvinnustig, kaupmáttur og verðlag eiga ekki að bresta.“ Grundvöllur kapítalismans Hér gleymist grundvöllur kaptítalismans: Hver einstaklingur er fyrir sig sjálfan. Hann hámarkar eigið notagildi og lífshamingju eftir bestu getu. Það á líka við um láglaunamenn. Skoðum það nánar. Á opnum markaði þar sem viðskipti eru frjáls mun hver launamaður reyna að fá sem hæst laun, sér í lagi þeim sem munar um hverja krónu. Láglaunamaður hefur einn og sér ekki mikið samningsafl, honum er bent á að það sé auðvelt að skipta honum út. Með því að mynda stéttarfélag getur láglaunamaðurinn hinsvegar aukið samningsgetu sína verulega og krafist hærri launa. Á engum punkti í þessu ferli færist ábyrgð samfélagsins á herðar láglaunamannsins. Það er ekki hans frekar en einhvers sem semur um laun í krafti sérfræði kunnáttu að axla hana einn. Ef við samþykkjum þá fullyrðingu að launakostnaður verði að fylgja framleiðni er ekki endalaust svigrúm fyrir launahækkanir. Það er hinsvegar ekki spurningin. Það er ákveðin kaka sem samanstendur af fjármunum sem er til skiptanna. Það er ekki náttúrulögmál hvernig henni er skipt. Það er hinsvegar eitt af lögmálum kapítalismans að sterk samningsstaða tryggir þér stærri sneið af kökunni. Svo að núverandi köku, án aukinnar framleiðni, má skipta upp á nýtt með það fyrir augum að hækka laun stéttarfélagsmeðlimanna, gefið að þeir hafi samningsgetuna til þess og sjá sér hagsmuni í því. Eigendur fyrirtækja geta svo svarað á þrjá vegu, allt eftir því hvað þeir sjá sér mestan hag í: Sagt nei og séð hver gefur sig fyrst. Lækkað laun annarra starfsmanna. Lækkað ávöxtunarkröfu sína af eigin fé. Launahækkanir rúmast innan kerfisins Hér má sjá að launahækkanir handa ákveðnum hóp kalla ekki sjálfkrafa á aukna framleiðni eða allt fari á annan endann. Ef við trúum á kapítalískt kerfi og opna markaði þá er ekki hægt að kvarta og kveina þegar að aðrir leika eftir leikreglunum. Það er eðlilegt að stéttarfélögin vinni að hagsmunum félagsmanna sinna í slíku kerfi og það helst oft í hendur við að fara fram á hærri laun. Það er ekki þeirra að bera ábyrgð á því að fyrirtækjaeigendur fái X% hagnað eða að fólk með Y menntun verði að fá hærri laun. Það kemur þeim bara við að því leitinu til að stéttarfélagið sé ekki að semja sig inn í aðstöðu þar sem það er farið að vinna gegn hagsmunum félagsmanna sinna. Ég er ekki að segja að allar niðurstöður leiði til jafn hagfræðilega skilvirkrar niðurstöðu eða séu ekki slæmar á einn eða annan veg, né er framangreint tæmandi upptalning á mögulegum aðgerðum eða niðurstöðum. Hver réttu svörin eru fer alltaf eftir hvað maður er að hámarka. Ég er einfaldlega að benda á að það er lágmark að virða það að allir sitji við sama borð í leiknum og spili eftir sömu leikreglum. Það þýðir ekki að vera talsmaður kapítalisma þegar það hentar vel og ekki þegar það hentar illa. En það má vitanlega nefna að í kapítalísku kerfi getur það verið mjög sterk leikflétta að höfða til tilfinninga mótherjans og ætla honum ábyrgð sem maður myndi sjálfur ekki gangast við í hans sporum. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Gjarnan gleyma ötulir talsmenn kapítalismans að hugsa kapítalískt fyrir aðra en sjálfa sig. Það á sérstaklega við þegar að stéttarfélög og láglaunastéttir eru gerðar ábyrgar fyrir hagkvæmni og efnahagslegum stöðuleika, sem er algengt á Íslandi. Í nýlegri grein Viðskiptaráðs Íslands er fjallað um mikilvægi þess að lágmarka óvissu á vinnumarkaðnum auk tengsla launakostnaðar og framleiðni. Ég ætla ekki að deila á heildar inntak greinarinnar en ætla að deila á innihald eftirfarandi málsgreina. „Vegna stærðar hins miðstýrða íslenska vinnumarkaðar verður hann óhjákvæmilega þriðji armur hagstjórnarinnar og ber þannig mikla ábyrgð á að stuðla að þessum verð- og efnahagsstöðugleika. Draga má þessa ábyrgð oft og tíðum í efa. Nýjasta dæmið er algjört viljaleysi ASÍ til að breyta kjarasamningum á síðasta ári þó að efnahagslegar forsendur þeirra væru bersýnilega fyrir bí vegna kreppunnar.“ „Líkt og 2+2=4 eru það algild sannindi að launakostnaður og framleiðni verða að fylgjast að til lengri tíma ef atvinnustig, kaupmáttur og verðlag eiga ekki að bresta.“ Grundvöllur kapítalismans Hér gleymist grundvöllur kaptítalismans: Hver einstaklingur er fyrir sig sjálfan. Hann hámarkar eigið notagildi og lífshamingju eftir bestu getu. Það á líka við um láglaunamenn. Skoðum það nánar. Á opnum markaði þar sem viðskipti eru frjáls mun hver launamaður reyna að fá sem hæst laun, sér í lagi þeim sem munar um hverja krónu. Láglaunamaður hefur einn og sér ekki mikið samningsafl, honum er bent á að það sé auðvelt að skipta honum út. Með því að mynda stéttarfélag getur láglaunamaðurinn hinsvegar aukið samningsgetu sína verulega og krafist hærri launa. Á engum punkti í þessu ferli færist ábyrgð samfélagsins á herðar láglaunamannsins. Það er ekki hans frekar en einhvers sem semur um laun í krafti sérfræði kunnáttu að axla hana einn. Ef við samþykkjum þá fullyrðingu að launakostnaður verði að fylgja framleiðni er ekki endalaust svigrúm fyrir launahækkanir. Það er hinsvegar ekki spurningin. Það er ákveðin kaka sem samanstendur af fjármunum sem er til skiptanna. Það er ekki náttúrulögmál hvernig henni er skipt. Það er hinsvegar eitt af lögmálum kapítalismans að sterk samningsstaða tryggir þér stærri sneið af kökunni. Svo að núverandi köku, án aukinnar framleiðni, má skipta upp á nýtt með það fyrir augum að hækka laun stéttarfélagsmeðlimanna, gefið að þeir hafi samningsgetuna til þess og sjá sér hagsmuni í því. Eigendur fyrirtækja geta svo svarað á þrjá vegu, allt eftir því hvað þeir sjá sér mestan hag í: Sagt nei og séð hver gefur sig fyrst. Lækkað laun annarra starfsmanna. Lækkað ávöxtunarkröfu sína af eigin fé. Launahækkanir rúmast innan kerfisins Hér má sjá að launahækkanir handa ákveðnum hóp kalla ekki sjálfkrafa á aukna framleiðni eða allt fari á annan endann. Ef við trúum á kapítalískt kerfi og opna markaði þá er ekki hægt að kvarta og kveina þegar að aðrir leika eftir leikreglunum. Það er eðlilegt að stéttarfélögin vinni að hagsmunum félagsmanna sinna í slíku kerfi og það helst oft í hendur við að fara fram á hærri laun. Það er ekki þeirra að bera ábyrgð á því að fyrirtækjaeigendur fái X% hagnað eða að fólk með Y menntun verði að fá hærri laun. Það kemur þeim bara við að því leitinu til að stéttarfélagið sé ekki að semja sig inn í aðstöðu þar sem það er farið að vinna gegn hagsmunum félagsmanna sinna. Ég er ekki að segja að allar niðurstöður leiði til jafn hagfræðilega skilvirkrar niðurstöðu eða séu ekki slæmar á einn eða annan veg, né er framangreint tæmandi upptalning á mögulegum aðgerðum eða niðurstöðum. Hver réttu svörin eru fer alltaf eftir hvað maður er að hámarka. Ég er einfaldlega að benda á að það er lágmark að virða það að allir sitji við sama borð í leiknum og spili eftir sömu leikreglum. Það þýðir ekki að vera talsmaður kapítalisma þegar það hentar vel og ekki þegar það hentar illa. En það má vitanlega nefna að í kapítalísku kerfi getur það verið mjög sterk leikflétta að höfða til tilfinninga mótherjans og ætla honum ábyrgð sem maður myndi sjálfur ekki gangast við í hans sporum. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun