Sektirnar verði alltaf hærri en kostnaður við að útvega sér vottorð Sylvía Hall skrifar 19. febrúar 2021 19:23 Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Frá og með deginum í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi við komuna ásamt því að fara í tvöfalda skimun. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir vinnuna tímafreka en dagurinn í dag hafi gengið vel. Vottorðin geta bæði verið rafræn eða á pappír, en starfsmenn sem taka við vottorðunum þurfa að ganga úr skugga um að þau samræmist þeim kröfum sem gerðar eru og séu fyrst og fremst ekki fölsuð. Prófið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt þegar því er framvísað en næstu daga verða farþegar án PCR-prófs ekki sektaðir. „Okkar fólk er vant að skoða skilríki og vegabréf alla daga og er mjög lunkið við það að finna falsanir. Við erum með skilríkjafræðinga hjá okkur í vinnu, svo við getum kíkt á það. Það má ekki gleyma því að þetta er bara viðbót við tvöföldu sýnatökuna sem er búin að gefa svo góða raun undanfarna mánuði,“ segir Sigurgeir, en hann ræddi þessar breytingar í Reykjavík síðdegis í dag. Ríkissaksóknari vinnur nú að því að ákveða sektarupphæðir fyrir þá sem koma hingað til lands án þess að hafa PCR-próf meðferðis, en búist er við því að þær liggi fyrir í næstu viku. Þá verða þeir farþegar sem ekki framvísa prófi sektaðir. „Augljóslega þarf [sektin] að vera talsvert hærri en kostar fólk að fá svona vottorð. Ef sektin er lægri gæti fólk hugsað að það borgaði sig að taka hana en að kaupa vottorð.“ Býst ekki við að breyttar reglur valdi meiri töfum Að sögn Sigurgeirs voru fáar vélar sem komu hingað til lands í dag, en samkvæmt vef Isavia voru þær aðeins tvær. Sú fyrri kom klukkan sex í morgun frá Boston, og sú seinni á fjórða tímanum í dag frá Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir breyttar reglur býst Sigurgeir ekki við því að fólk þurfi að búa sig undir frekari tafir á flugvellinum. „Tafir á Keflavíkurflugvelli eru ekkert til þess að tala um. Fólk sem er að ferðast annars staðar frá er vant miklu meiri töfum.“ Undanfarnar vikur hefur verið brýnt fyrir fólki að sækja ekki ástvini á flugvöllinn, þar sem þeim er skylt að fara í fimm daga sóttkví milli sýnataka. Sigurgeir segir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lagt mikla áherslu á að þær reglur komist til skila. „Við erum búin að reyna að kynna þetta í fjölmiðlum og almannavarnadeildin er búin að hamra á þessu – það eru tilkynningar hér upp um alla veggi á flugvellinum,“ segir hann og bætir við að löggæsla sé jafnframt sýnileg á bílastæðunum. Aðspurður hvers vegna farþegar mega ferðast með leigubíl en ekki með fjölskyldu eða vinum segir Sigurgeir ástæðuna einfalda. „Knúsið,“ segir hann og bætir við að fólk sé almennt minna í því að knúsa leigubílstjórana sína. „Leigubílstjórar eru með hlífar í sínum bílum; þeir eru með plast eða plexígler á milli margir hverjir og það er gætt að sóttvörnum og þrifum og annað. Það er verklag sem sóttvarnalæknir hefur unnið fyrir leigubílstjóra, hvernig þeir eiga að haga sínum akstri.“ Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19. Viðtalið við Sigurgeir má heyra hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. 18. febrúar 2021 12:34 Tillögur að tilslökunum um eða eftir helgi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum að tilslökunum innanlands um helgina eða fljótlega eftir helgi. 18. febrúar 2021 11:37 Íslendingar komist heim án PCR-prófs en líkast til beittir sektum Engum íslenskum ríkisborgara verður meinað að koma til landsins samkvæmt reglugerð um kröfu á farþega um að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir koma til Íslands. Framkvæmdin hefur enn ekki verið fullmótuð en grípa þyrfti til viðurlaga ef Íslendingur kemur ekki með neikvætt próf til landsins. 17. febrúar 2021 14:41 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Vottorðin geta bæði verið rafræn eða á pappír, en starfsmenn sem taka við vottorðunum þurfa að ganga úr skugga um að þau samræmist þeim kröfum sem gerðar eru og séu fyrst og fremst ekki fölsuð. Prófið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt þegar því er framvísað en næstu daga verða farþegar án PCR-prófs ekki sektaðir. „Okkar fólk er vant að skoða skilríki og vegabréf alla daga og er mjög lunkið við það að finna falsanir. Við erum með skilríkjafræðinga hjá okkur í vinnu, svo við getum kíkt á það. Það má ekki gleyma því að þetta er bara viðbót við tvöföldu sýnatökuna sem er búin að gefa svo góða raun undanfarna mánuði,“ segir Sigurgeir, en hann ræddi þessar breytingar í Reykjavík síðdegis í dag. Ríkissaksóknari vinnur nú að því að ákveða sektarupphæðir fyrir þá sem koma hingað til lands án þess að hafa PCR-próf meðferðis, en búist er við því að þær liggi fyrir í næstu viku. Þá verða þeir farþegar sem ekki framvísa prófi sektaðir. „Augljóslega þarf [sektin] að vera talsvert hærri en kostar fólk að fá svona vottorð. Ef sektin er lægri gæti fólk hugsað að það borgaði sig að taka hana en að kaupa vottorð.“ Býst ekki við að breyttar reglur valdi meiri töfum Að sögn Sigurgeirs voru fáar vélar sem komu hingað til lands í dag, en samkvæmt vef Isavia voru þær aðeins tvær. Sú fyrri kom klukkan sex í morgun frá Boston, og sú seinni á fjórða tímanum í dag frá Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir breyttar reglur býst Sigurgeir ekki við því að fólk þurfi að búa sig undir frekari tafir á flugvellinum. „Tafir á Keflavíkurflugvelli eru ekkert til þess að tala um. Fólk sem er að ferðast annars staðar frá er vant miklu meiri töfum.“ Undanfarnar vikur hefur verið brýnt fyrir fólki að sækja ekki ástvini á flugvöllinn, þar sem þeim er skylt að fara í fimm daga sóttkví milli sýnataka. Sigurgeir segir almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lagt mikla áherslu á að þær reglur komist til skila. „Við erum búin að reyna að kynna þetta í fjölmiðlum og almannavarnadeildin er búin að hamra á þessu – það eru tilkynningar hér upp um alla veggi á flugvellinum,“ segir hann og bætir við að löggæsla sé jafnframt sýnileg á bílastæðunum. Aðspurður hvers vegna farþegar mega ferðast með leigubíl en ekki með fjölskyldu eða vinum segir Sigurgeir ástæðuna einfalda. „Knúsið,“ segir hann og bætir við að fólk sé almennt minna í því að knúsa leigubílstjórana sína. „Leigubílstjórar eru með hlífar í sínum bílum; þeir eru með plast eða plexígler á milli margir hverjir og það er gætt að sóttvörnum og þrifum og annað. Það er verklag sem sóttvarnalæknir hefur unnið fyrir leigubílstjóra, hvernig þeir eiga að haga sínum akstri.“ Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19. Viðtalið við Sigurgeir má heyra hér að neðan.
Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. 18. febrúar 2021 12:34 Tillögur að tilslökunum um eða eftir helgi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum að tilslökunum innanlands um helgina eða fljótlega eftir helgi. 18. febrúar 2021 11:37 Íslendingar komist heim án PCR-prófs en líkast til beittir sektum Engum íslenskum ríkisborgara verður meinað að koma til landsins samkvæmt reglugerð um kröfu á farþega um að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir koma til Íslands. Framkvæmdin hefur enn ekki verið fullmótuð en grípa þyrfti til viðurlaga ef Íslendingur kemur ekki með neikvætt próf til landsins. 17. febrúar 2021 14:41 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Telur aðgerðir á landamærum hér með þeim vægari í Evrópu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vísar því á bug að aðgerðir hér á landamærum verði með því hörðustu sem um getur í Evrópu þegar ný reglugerð tekur gildi á morgun. 18. febrúar 2021 12:34
Tillögur að tilslökunum um eða eftir helgi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum að tilslökunum innanlands um helgina eða fljótlega eftir helgi. 18. febrúar 2021 11:37
Íslendingar komist heim án PCR-prófs en líkast til beittir sektum Engum íslenskum ríkisborgara verður meinað að koma til landsins samkvæmt reglugerð um kröfu á farþega um að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir koma til Íslands. Framkvæmdin hefur enn ekki verið fullmótuð en grípa þyrfti til viðurlaga ef Íslendingur kemur ekki með neikvætt próf til landsins. 17. febrúar 2021 14:41