Þriðjungur gripið til aðgerða til að verja heimili sín fyrir afbrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 20:00 Um þriðjungur landsmanna hefur gripið til einhverra aðgerða til að verja heimili sitt fyrir afbrotum, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Afbrotafræðingur telur að morðið í Rauðagerði muni hafa áhrif á fólk og jafnvel vekja sérstakan ótta hjá sumum. Samkvæmt skýrslunni gerðu flestir samkomulag við nágranna um að vakta hús hvors annars, eða 31 prósent svarenda, næst flestir settu upp öryggis- eða þjófavarnakerfi eða 21,5 prósent og 12,4 prósent settu upp sérstaka hurðarlása. 37,2 prósent höfðu þegar gripið til aðgerða. „Þetta eru frekar háar tölur og sérstaklega í ljósi þess að afbrot hafa verið fátíð á Íslandi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði. „Alþjóðlegar rannsóknir sýna að það eru ekkert endilega tengsl á milli raunverulegrar tíðni afbrota og ótta við afbrot. Ótti við afbrot tengist öðrum þáttum,“ bætir hún við. Fólk óttast það sem það þekkir ekki Þá sögðust um 53 prósent hafa einhvern tímann haft áhyggjur af því að verða fyrir afbroti, og flestir nefndu innbrot í því samhengi. „Rannsóknir sýna að fólk óttast það sem það þekkir ekki. Til dæmis er áhugavert að segja frá því að í öðrum ríkjum, þar sem margir innflytjendur búa, þar er fólk miklu hræddara við afbrot heldur en í öðrum hverfum, þar sem afbrot eru miklu fleiri en fólk hefur sama uppruna.“Umfjöllun um afbrot auki á áhyggjur fólks. „Ég held að morðið í Rauðagerði komi til með að hafa mikil áhrif. Við höfum ekki heyrt af svona máli áður. Að minnsta kosti man ég ekki til þess, þetta er bara aftaka eins og þessu hefur verið lýst í fjölmiðlum,“ segir Margrét. Umræða um að hópurinn tengist skipulagðri brotastarfsemi hræði líka fólk, því það sé falinn veruleiki fyrir flestum. „Hópurinn hefur tengsl við útlönd og þetta eru allt þættir sem munu vekja sérstakan ótta hjá okkur. Þó hefur komið fram í umfjöllun frá lögreglu að þetta atvik tengist uppgjöri í undirheimunum og það gæti verið til þess að draga úr óttanum. Það er kannski leið lögreglu til þess að draga úr almennum ótta.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira
Samkvæmt skýrslunni gerðu flestir samkomulag við nágranna um að vakta hús hvors annars, eða 31 prósent svarenda, næst flestir settu upp öryggis- eða þjófavarnakerfi eða 21,5 prósent og 12,4 prósent settu upp sérstaka hurðarlása. 37,2 prósent höfðu þegar gripið til aðgerða. „Þetta eru frekar háar tölur og sérstaklega í ljósi þess að afbrot hafa verið fátíð á Íslandi,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði. „Alþjóðlegar rannsóknir sýna að það eru ekkert endilega tengsl á milli raunverulegrar tíðni afbrota og ótta við afbrot. Ótti við afbrot tengist öðrum þáttum,“ bætir hún við. Fólk óttast það sem það þekkir ekki Þá sögðust um 53 prósent hafa einhvern tímann haft áhyggjur af því að verða fyrir afbroti, og flestir nefndu innbrot í því samhengi. „Rannsóknir sýna að fólk óttast það sem það þekkir ekki. Til dæmis er áhugavert að segja frá því að í öðrum ríkjum, þar sem margir innflytjendur búa, þar er fólk miklu hræddara við afbrot heldur en í öðrum hverfum, þar sem afbrot eru miklu fleiri en fólk hefur sama uppruna.“Umfjöllun um afbrot auki á áhyggjur fólks. „Ég held að morðið í Rauðagerði komi til með að hafa mikil áhrif. Við höfum ekki heyrt af svona máli áður. Að minnsta kosti man ég ekki til þess, þetta er bara aftaka eins og þessu hefur verið lýst í fjölmiðlum,“ segir Margrét. Umræða um að hópurinn tengist skipulagðri brotastarfsemi hræði líka fólk, því það sé falinn veruleiki fyrir flestum. „Hópurinn hefur tengsl við útlönd og þetta eru allt þættir sem munu vekja sérstakan ótta hjá okkur. Þó hefur komið fram í umfjöllun frá lögreglu að þetta atvik tengist uppgjöri í undirheimunum og það gæti verið til þess að draga úr óttanum. Það er kannski leið lögreglu til þess að draga úr almennum ótta.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Sjá meira