Grímudólgur réðst á starfsmann verslunar Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2021 07:27 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir lögregluþjóna hafa haft í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að mikið var um útköll og þar af var ellefu útköllum vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum sinnt. Mestur erill var hjá lögregluþjónum í miðbænum. Lögregluþjónar sóttu fimmtán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur og könnuðu sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Á einum þeirra staða voru of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá voru starfsmenn ekki með grímur og er málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í Laugardalnum en sá var vistaður í fangaklefa vegna ölvunar. Þá óskaði starfsmaður verslunar eftir aðstoðar lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að hann varð fyrir líkamsárás frá viðskiptavini sem neitaði að vera með andlitsgrímu. Í annarri verslun í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um þjófnað og var þjófurinn handtekinn, þar sem hann reyndist eftirlýstur. Tveir voru handteknir eftir að lögreglunni barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við fjölbýlishús í hverfi Hlíðahverfi. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom í ljós að þar var kannabisræktun. Fullur og réttindalaus á stolnum bíl Á ellefta tímanum stöðvuðu lögregluþjónar bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Ökumaður bílsins reyndist ölvaður og hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur fíkniefna. Sá hafði einnig áður verið sviptur réttindum og auk þess fundust meint fíkniefni á honum og vopn. Enn einn ökumaður var handtekinn vegna ölvunaraksturs. Af lögregluþjónum í Kópavogi og Breiðholti er það að frétta að skömmu eftir klukkan sex í gærkvöldi barst þeim tilkynning um líkamsárás í heimahúsi. Þar kom í ljós að húsráðandi var með minniháttar kannabisræktun á heimili sínu og var sá handtekinn. Annar maður var handtekinn fyrir utan verslun í Kópavogi á ellefta tímanum en sá var einnig grunaður um líkamsárás. Tveir ökumenn voru handteknir vegna ölvunaraksturs og sá þriðji vegna gruns um að sá væri undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum, fíkniefni fundust á honum og skráningarnúmer bílsins sem hann var á voru röng. Lögregluþjónar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ handtóku minnst tvo ökumenn í gærkvöldi. Báðir voru ekki með ökuréttindi og er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og verður einnig kærður fyrir brot á vopnalögum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Mestur erill var hjá lögregluþjónum í miðbænum. Lögregluþjónar sóttu fimmtán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur og könnuðu sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Á einum þeirra staða voru of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá voru starfsmenn ekki með grímur og er málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í Laugardalnum en sá var vistaður í fangaklefa vegna ölvunar. Þá óskaði starfsmaður verslunar eftir aðstoðar lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að hann varð fyrir líkamsárás frá viðskiptavini sem neitaði að vera með andlitsgrímu. Í annarri verslun í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um þjófnað og var þjófurinn handtekinn, þar sem hann reyndist eftirlýstur. Tveir voru handteknir eftir að lögreglunni barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við fjölbýlishús í hverfi Hlíðahverfi. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom í ljós að þar var kannabisræktun. Fullur og réttindalaus á stolnum bíl Á ellefta tímanum stöðvuðu lögregluþjónar bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Ökumaður bílsins reyndist ölvaður og hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur fíkniefna. Sá hafði einnig áður verið sviptur réttindum og auk þess fundust meint fíkniefni á honum og vopn. Enn einn ökumaður var handtekinn vegna ölvunaraksturs. Af lögregluþjónum í Kópavogi og Breiðholti er það að frétta að skömmu eftir klukkan sex í gærkvöldi barst þeim tilkynning um líkamsárás í heimahúsi. Þar kom í ljós að húsráðandi var með minniháttar kannabisræktun á heimili sínu og var sá handtekinn. Annar maður var handtekinn fyrir utan verslun í Kópavogi á ellefta tímanum en sá var einnig grunaður um líkamsárás. Tveir ökumenn voru handteknir vegna ölvunaraksturs og sá þriðji vegna gruns um að sá væri undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum, fíkniefni fundust á honum og skráningarnúmer bílsins sem hann var á voru röng. Lögregluþjónar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ handtóku minnst tvo ökumenn í gærkvöldi. Báðir voru ekki með ökuréttindi og er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og verður einnig kærður fyrir brot á vopnalögum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira