Grímudólgur réðst á starfsmann verslunar Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2021 07:27 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir lögregluþjóna hafa haft í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að mikið var um útköll og þar af var ellefu útköllum vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum sinnt. Mestur erill var hjá lögregluþjónum í miðbænum. Lögregluþjónar sóttu fimmtán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur og könnuðu sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Á einum þeirra staða voru of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá voru starfsmenn ekki með grímur og er málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í Laugardalnum en sá var vistaður í fangaklefa vegna ölvunar. Þá óskaði starfsmaður verslunar eftir aðstoðar lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að hann varð fyrir líkamsárás frá viðskiptavini sem neitaði að vera með andlitsgrímu. Í annarri verslun í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um þjófnað og var þjófurinn handtekinn, þar sem hann reyndist eftirlýstur. Tveir voru handteknir eftir að lögreglunni barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við fjölbýlishús í hverfi Hlíðahverfi. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom í ljós að þar var kannabisræktun. Fullur og réttindalaus á stolnum bíl Á ellefta tímanum stöðvuðu lögregluþjónar bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Ökumaður bílsins reyndist ölvaður og hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur fíkniefna. Sá hafði einnig áður verið sviptur réttindum og auk þess fundust meint fíkniefni á honum og vopn. Enn einn ökumaður var handtekinn vegna ölvunaraksturs. Af lögregluþjónum í Kópavogi og Breiðholti er það að frétta að skömmu eftir klukkan sex í gærkvöldi barst þeim tilkynning um líkamsárás í heimahúsi. Þar kom í ljós að húsráðandi var með minniháttar kannabisræktun á heimili sínu og var sá handtekinn. Annar maður var handtekinn fyrir utan verslun í Kópavogi á ellefta tímanum en sá var einnig grunaður um líkamsárás. Tveir ökumenn voru handteknir vegna ölvunaraksturs og sá þriðji vegna gruns um að sá væri undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum, fíkniefni fundust á honum og skráningarnúmer bílsins sem hann var á voru röng. Lögregluþjónar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ handtóku minnst tvo ökumenn í gærkvöldi. Báðir voru ekki með ökuréttindi og er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og verður einnig kærður fyrir brot á vopnalögum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Mestur erill var hjá lögregluþjónum í miðbænum. Lögregluþjónar sóttu fimmtán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur og könnuðu sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Á einum þeirra staða voru of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá voru starfsmenn ekki með grímur og er málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í Laugardalnum en sá var vistaður í fangaklefa vegna ölvunar. Þá óskaði starfsmaður verslunar eftir aðstoðar lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að hann varð fyrir líkamsárás frá viðskiptavini sem neitaði að vera með andlitsgrímu. Í annarri verslun í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um þjófnað og var þjófurinn handtekinn, þar sem hann reyndist eftirlýstur. Tveir voru handteknir eftir að lögreglunni barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við fjölbýlishús í hverfi Hlíðahverfi. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom í ljós að þar var kannabisræktun. Fullur og réttindalaus á stolnum bíl Á ellefta tímanum stöðvuðu lögregluþjónar bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Ökumaður bílsins reyndist ölvaður og hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur fíkniefna. Sá hafði einnig áður verið sviptur réttindum og auk þess fundust meint fíkniefni á honum og vopn. Enn einn ökumaður var handtekinn vegna ölvunaraksturs. Af lögregluþjónum í Kópavogi og Breiðholti er það að frétta að skömmu eftir klukkan sex í gærkvöldi barst þeim tilkynning um líkamsárás í heimahúsi. Þar kom í ljós að húsráðandi var með minniháttar kannabisræktun á heimili sínu og var sá handtekinn. Annar maður var handtekinn fyrir utan verslun í Kópavogi á ellefta tímanum en sá var einnig grunaður um líkamsárás. Tveir ökumenn voru handteknir vegna ölvunaraksturs og sá þriðji vegna gruns um að sá væri undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum, fíkniefni fundust á honum og skráningarnúmer bílsins sem hann var á voru röng. Lögregluþjónar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ handtóku minnst tvo ökumenn í gærkvöldi. Báðir voru ekki með ökuréttindi og er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og verður einnig kærður fyrir brot á vopnalögum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira