Þá verður kátt í höllinni og skálað fram á nótt! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 20. febrúar 2021 12:01 Ég hef lagt mig fram við að skilja stefnu og áherslur mótframbjóðanda míns til formanns VR. Ég hef gert það með opnum huga og tekið því fagnandi að fá mótframboð með svo ólíkum áherslum sem raunin er, félagsmönnum VR til góðs. Því ólíkari sem valkosturinn er því betra. En um hvað snýst þetta allt saman? Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri. En þegar ég áttaði mig á því um hvað þetta snýst runnu á mig tvær grímur, það fór um mig hrollur. Ég hafði lesið allar þessar áherslur áður. Áherslur og málflutning sem núverandi og sérstaklega fyrrum framkvæmdastjóri SA hafa haldið á lofti af miklum móð. Að formaður stærsta stéttarfélags landsins á ekki að skipta sér af neinu sem snýr að pólitík eða neinu því sem snýr að stórum hagsmunamálum almennings sem löggjafinn fer með. Hann á þá bara að fara á þing! Og að verkalýðshreyfingin skipti sér alls ekki af lífeyrissjóðunum eða fjárfestingum þeirra. Ef ég skil þetta rétt eiga sérhagsmunaöflin og Samtök atvinnulífsins að fá algjöran frið við að vaða á skítugum skónum yfir lífeyrissjóðina okkar og löggjafann, án afskipta eða aðhalds verkalýðshreyfingarinnar. Í síðustu kjarasamningum náðum við 80 milljarða aðgerðarpakka frá Ríkisstjórninni. Síðustu tvö uppgjörsár Lífeyrissjóðs Verslunarmanna eru þau bestu í sögu sjóðsins, svo góð að sjóðurinn mun þurfa að hækka lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þetta eru staðreyndir sem fáir tala um. Helsta orsök bankahrunsins voru mikil ítök sérhagsmuna í pólitíkinni til að afregluvæða og einkavæða á meðan mótstaða var lítil sem engin. Við vitum öll hvernig það endaði. Spilling er ekki bara að stela, svíkja og pretta, eða hygla og moka undir aðra sem verða þér hliðhollir seinna. Spilling er líka að hafa vitneskju um það og gera ekkert í málunum. Spilling er að grafa undan aðhaldi, eftirliti og upplýstri umræðu. Versta tegund spillingar í okkar samfélagi eru ekki brotin heldur þöggunin og meðvitað aðgerðarleysi gagnvart þeim. Hluti af þessu er að telja fólki trú um hvað verkalýðshreyfingin má gera og hvað ekki. Sérhagsmunaöflin hafa löngum barið sér á brjóst fyrir að geta skrifað sínar eigin leikreglur, koma sínu fram án mótlætis í 90% tilfella. Aftur á móti hefur verkalýðshreyfingin reynt að valdefla sig og koma sínum sjónarmiðum fram. Til að rökstyðja það enn frekar má nefna að Atvinnulífið hefur fengið yfir 300 milljarða í aðgerðarpökkum stjórnvalda vegna Covid-19 á meðan heimilin og fólkið hafa fengið brot af því. Við gerum ekki lítið úr stuðningi við stærstu fyrirtækin en þegar VR þrýsti á frekari aðgerðir fyrir okkar félagsmenn og fólkið í landinu var málinu komið fyrir í nefnd. Nefnd sem hefði líklega aldrei farið af stað nema vegna „pólitískra afskipta“ formanns VR. Mótframbjóðandi minn til formanns VR vill aftengja embættið og félagið hvers kyns baráttu fyrir bættu siðferði og aðhaldi innan lífeyrissjóðanna og síst af öllu skipta sér af því hvað gerist á háborði stjórnmálanna þar sem endanleg ákvörðun um skiptingu lífskjara fer fram. Það verður kátt í SA höllinni ef þessi stefna verður að veruleika. Og því spyr ég félagsmenn VR. Eigum við að skála í kampavíni með Samtökum atvinnulífsins og uppfylla þeirra blautustu drauma um afskiptaleysi hreyfingarinnar og Salek? Eða skálum við fyrir áframhaldandi sterkri verkalýðsforystu sem mun veita nauðsynlegt aðhald og berjast fyrir bættum kjörum okkar allra og komandi kynslóða, á öllum vígstöðvum? Með atkvæði þínu mótum við framtíðina. Þitt er valið kæri VR félagi. Höfundur er formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lagt mig fram við að skilja stefnu og áherslur mótframbjóðanda míns til formanns VR. Ég hef gert það með opnum huga og tekið því fagnandi að fá mótframboð með svo ólíkum áherslum sem raunin er, félagsmönnum VR til góðs. Því ólíkari sem valkosturinn er því betra. En um hvað snýst þetta allt saman? Ég velti því fyrst fyrir mér um hvað mótframboðið er að tala þegar það vill aftengja formannsembættið flokkspólitík. Sérstaklega þegar viðkomandi er mjög flokkspólitískur til hægri. En þegar ég áttaði mig á því um hvað þetta snýst runnu á mig tvær grímur, það fór um mig hrollur. Ég hafði lesið allar þessar áherslur áður. Áherslur og málflutning sem núverandi og sérstaklega fyrrum framkvæmdastjóri SA hafa haldið á lofti af miklum móð. Að formaður stærsta stéttarfélags landsins á ekki að skipta sér af neinu sem snýr að pólitík eða neinu því sem snýr að stórum hagsmunamálum almennings sem löggjafinn fer með. Hann á þá bara að fara á þing! Og að verkalýðshreyfingin skipti sér alls ekki af lífeyrissjóðunum eða fjárfestingum þeirra. Ef ég skil þetta rétt eiga sérhagsmunaöflin og Samtök atvinnulífsins að fá algjöran frið við að vaða á skítugum skónum yfir lífeyrissjóðina okkar og löggjafann, án afskipta eða aðhalds verkalýðshreyfingarinnar. Í síðustu kjarasamningum náðum við 80 milljarða aðgerðarpakka frá Ríkisstjórninni. Síðustu tvö uppgjörsár Lífeyrissjóðs Verslunarmanna eru þau bestu í sögu sjóðsins, svo góð að sjóðurinn mun þurfa að hækka lífeyrisgreiðslur á þessu ári. Þetta eru staðreyndir sem fáir tala um. Helsta orsök bankahrunsins voru mikil ítök sérhagsmuna í pólitíkinni til að afregluvæða og einkavæða á meðan mótstaða var lítil sem engin. Við vitum öll hvernig það endaði. Spilling er ekki bara að stela, svíkja og pretta, eða hygla og moka undir aðra sem verða þér hliðhollir seinna. Spilling er líka að hafa vitneskju um það og gera ekkert í málunum. Spilling er að grafa undan aðhaldi, eftirliti og upplýstri umræðu. Versta tegund spillingar í okkar samfélagi eru ekki brotin heldur þöggunin og meðvitað aðgerðarleysi gagnvart þeim. Hluti af þessu er að telja fólki trú um hvað verkalýðshreyfingin má gera og hvað ekki. Sérhagsmunaöflin hafa löngum barið sér á brjóst fyrir að geta skrifað sínar eigin leikreglur, koma sínu fram án mótlætis í 90% tilfella. Aftur á móti hefur verkalýðshreyfingin reynt að valdefla sig og koma sínum sjónarmiðum fram. Til að rökstyðja það enn frekar má nefna að Atvinnulífið hefur fengið yfir 300 milljarða í aðgerðarpökkum stjórnvalda vegna Covid-19 á meðan heimilin og fólkið hafa fengið brot af því. Við gerum ekki lítið úr stuðningi við stærstu fyrirtækin en þegar VR þrýsti á frekari aðgerðir fyrir okkar félagsmenn og fólkið í landinu var málinu komið fyrir í nefnd. Nefnd sem hefði líklega aldrei farið af stað nema vegna „pólitískra afskipta“ formanns VR. Mótframbjóðandi minn til formanns VR vill aftengja embættið og félagið hvers kyns baráttu fyrir bættu siðferði og aðhaldi innan lífeyrissjóðanna og síst af öllu skipta sér af því hvað gerist á háborði stjórnmálanna þar sem endanleg ákvörðun um skiptingu lífskjara fer fram. Það verður kátt í SA höllinni ef þessi stefna verður að veruleika. Og því spyr ég félagsmenn VR. Eigum við að skála í kampavíni með Samtökum atvinnulífsins og uppfylla þeirra blautustu drauma um afskiptaleysi hreyfingarinnar og Salek? Eða skálum við fyrir áframhaldandi sterkri verkalýðsforystu sem mun veita nauðsynlegt aðhald og berjast fyrir bættum kjörum okkar allra og komandi kynslóða, á öllum vígstöðvum? Með atkvæði þínu mótum við framtíðina. Þitt er valið kæri VR félagi. Höfundur er formaður VR
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar