Grealish var ekki í leikmannahóp Villa sem tapaði 2-1 fyrir Leicester City í dag. Var það í fyrsta skipti í 15 mánuði sem Grealish missir af leik með Villa vegna meiðsla.
„Hann hefur átt erfitt uppdráttar í vikunni. Undir lok vikunnar ákváðum við að nota hann ekki í dag,“ sagði Dean Smith, þjálfari Aston Villa, fyrir leikinn í dag.
Ef hann verður frá næsta mánuðinn mun hann missa af leikjum villa gegn Leeds United, Sheffield United, Wolverhampton Wanderers, Newcastle United og Tottenham Hotspur.
Þá á enska landsliðið leiki í mars og ljóst að Grealish getur því ekki verið í næsta landsliðshópi Gareth Southgate.