Guzmán var handtekinn árið 2016 eftir um hálft ár á flótta þar sem honum hafði tekist að flýja úr fangelsi. Hann var árið 2019 svo dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum þar sem hann afplánar nú í öryggisfangelsi. Hann var um árabil leiðtogi Sinaloa-eiturlyfjahringsins.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá handtöku hinnar 31 árs Aispuro í gær, en hún er sökuð um að hafa átt aðild að smygli á einu kílói af heróíni, fimm kílóum af kókaíni, einu tonni af maíjúana og hálfu kílói af metamfetamíni til Bandaríkjanna.
Þá er hún sömuleiðis grunuð um að hafa átt þátt í skipulagningu flótta El Chapo frá Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 2015. Sömuleiðis er hún grunuð um að hafa átt þátt í að skipuleggja flóttatilraun fyrir Guzman í tengslum við framsal hans til Bandaríkjanna árið 2017.
Bandaríska alríkislögreglan FBI stendur að baki rannsókninni.
Sinaloa-eiturlyfjahringurinn var komið á fót í Culiacán í Sinaloa í Mexíkó undir lok níunda áratugarins og er talinn vera einn stærsti eiturlyfjahringurinn í landinu.
Dómstóll í New York dæmdi El Chapo í lífstíðarfangelsi árið 2019, án möguleika á reynslulausn. Hann var sakfelldur fyrir eiturlyfjasmygl, peningaþvætti, skiplagða glæpastarfsemi, auk fjölda morða og mannrána.