Launaþjófnaður verði refsiverður Birgir Þórarinsson skrifar 24. febrúar 2021 09:32 Kalli verkalýðshreyfingarinnar svarað Undirritaður mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi um að launaþjófnaður verði refsiverður. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir slíku. Frumvarpið lýtur að starfskjörum launafólks og er markmið þess að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði. Samkvæmt nýlegri rannsókn Alþýðusambands Íslands hefur fjöldi þeirra mála er snúa að launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum síðustu ár aukist og þau orðið alvarlegri. Slík brot snúa einkum að hópum sem þekkja síður réttindi sín á vinnumarkaði, svo sem erlendu starfsfólki, og ungu og tekjulágu fólki. Engin viðurlög eru við slíkum brotum. Í skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, frá janúar 2019, var lagt til að lögfestar yrðu opinberar valdheimildir til að grípa inn í þegar alvarleg kjarabrot eru leidd í ljós og bent á að slíkar heimildir hefðu almenn varnaðaráhrif gegn kjarabrotum. Frumvarpið kynnt en engin viðbrögð Þann 29. október var tilkynning send á fjölmiðla um framlagningu frumvarpsins. Fátt var um viðbrögð þó var frumvarpsins getið í Skessuhorni. Þann 30. sama mánaðar var send tilkynning til allra stéttarfélaga og vakin athygli á málinu. Engin viðbrögð! Krafa um slíkt ákvæði hefur komið frá nokkrum verkalýðsforingjum í fjölmiðlum, jafnharðan hefur verið haft samband við þá en þeir aldrei svarað. Hvað veldur? Stjórnvaldssekt allt að 5 milljónir króna Í frumvarpinu er lagt til að Vinnumálastofnun verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 5 milljónum króna á atvinnurekanda teljist hann hafa vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greitt launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði. Einnig er lagt til að stéttarfélög og trúnaðarmenn þeirra hafi fullnægjandi heimild til að kalla eftir upplýsingum um launakjör frá atvinnurekendum. Slíkt er nauðsynlegt svo unnt sé að staðreyna hvort kjarasamningum er framfylgt af hálfu atvinnurekanda. Stéttarfélögum og trúnaðarmönnum er einnig veitt heimild til að tilkynna Vinnumálastofnun um ætlaða háttsemi og leggja fram gögn því til stuðnings. Frumvarpið veitir jafnframt Vinnumálastofnun viðeigandi úrræði til að rannsaka mál til hlítar, auk þess sem hnykkt er á persónuverndarsjónarmiðum við meðferð gagna þótt skýrt sé að lög um persónuvernd nái yfir þau. Auk þess er bætt við ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Vinnumálastofnunar.Brýnt er að í lögum sé kveðið á um úrræði af þessu tagi svo ekki sé til staðar hvati til að greiða laun undir lágmarkskjörum án þess að viðurlög liggi við þeirri háttsemi. Úrræðið snýr einungis að því að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði og er óháð rétti launamanns til að sækja rétt sinn gagnvart atvinnurekanda með stuðningi síns stéttarfélags og eftir atvikum fyrir dómstólum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Kjaramál Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Kalli verkalýðshreyfingarinnar svarað Undirritaður mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi um að launaþjófnaður verði refsiverður. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir slíku. Frumvarpið lýtur að starfskjörum launafólks og er markmið þess að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði. Samkvæmt nýlegri rannsókn Alþýðusambands Íslands hefur fjöldi þeirra mála er snúa að launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum síðustu ár aukist og þau orðið alvarlegri. Slík brot snúa einkum að hópum sem þekkja síður réttindi sín á vinnumarkaði, svo sem erlendu starfsfólki, og ungu og tekjulágu fólki. Engin viðurlög eru við slíkum brotum. Í skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, frá janúar 2019, var lagt til að lögfestar yrðu opinberar valdheimildir til að grípa inn í þegar alvarleg kjarabrot eru leidd í ljós og bent á að slíkar heimildir hefðu almenn varnaðaráhrif gegn kjarabrotum. Frumvarpið kynnt en engin viðbrögð Þann 29. október var tilkynning send á fjölmiðla um framlagningu frumvarpsins. Fátt var um viðbrögð þó var frumvarpsins getið í Skessuhorni. Þann 30. sama mánaðar var send tilkynning til allra stéttarfélaga og vakin athygli á málinu. Engin viðbrögð! Krafa um slíkt ákvæði hefur komið frá nokkrum verkalýðsforingjum í fjölmiðlum, jafnharðan hefur verið haft samband við þá en þeir aldrei svarað. Hvað veldur? Stjórnvaldssekt allt að 5 milljónir króna Í frumvarpinu er lagt til að Vinnumálastofnun verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 5 milljónum króna á atvinnurekanda teljist hann hafa vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greitt launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði. Einnig er lagt til að stéttarfélög og trúnaðarmenn þeirra hafi fullnægjandi heimild til að kalla eftir upplýsingum um launakjör frá atvinnurekendum. Slíkt er nauðsynlegt svo unnt sé að staðreyna hvort kjarasamningum er framfylgt af hálfu atvinnurekanda. Stéttarfélögum og trúnaðarmönnum er einnig veitt heimild til að tilkynna Vinnumálastofnun um ætlaða háttsemi og leggja fram gögn því til stuðnings. Frumvarpið veitir jafnframt Vinnumálastofnun viðeigandi úrræði til að rannsaka mál til hlítar, auk þess sem hnykkt er á persónuverndarsjónarmiðum við meðferð gagna þótt skýrt sé að lög um persónuvernd nái yfir þau. Auk þess er bætt við ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Vinnumálastofnunar.Brýnt er að í lögum sé kveðið á um úrræði af þessu tagi svo ekki sé til staðar hvati til að greiða laun undir lágmarkskjörum án þess að viðurlög liggi við þeirri háttsemi. Úrræðið snýr einungis að því að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði og er óháð rétti launamanns til að sækja rétt sinn gagnvart atvinnurekanda með stuðningi síns stéttarfélags og eftir atvikum fyrir dómstólum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar