Póst- og fjarskiptastofnun: Ekki svara óþekktum erlendum númerum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:43 Ef einhver þarf að ná í þig, segir Þorleifur, reynir hann aðrar leiðir ef þú svarar ekki. „Ég hef það fyrir reglu að ef ég þekki ekki númerin, þá svara ég ekki. Og það hefur þau áhrif að þetta hættir eftir einhvern smá tíma,“ sagði Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar um torkennilegar símhringingar í Reykjavík síðdegis í dag. Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“ Fjarskipti Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Það gerist með reglulegu millibili að Íslendingar fá hrinu símhringinga erlendis frá úr númerum sem þeir kannast ekki við. Oft er um að ræða einhvers konar svik en Þorleifur segir hringingarnar af tvennu tagi; annars vegar eina hringingu og ekki meir og hins vegar símtöl þar sem rödd er á hinum endanum sem reynir að bjóða einhvers konar þjónustu eða falast eftir upplýsingum með öðrum hætti. Ef fólk hringir til baka eftir að hafa fengið eina hringingu er hætt við að um sé að ræða einhvers konar sjálfvirka þjónustu sem hringjandinn greiðir fyrir dýrum dómi. Þegar manneskja reynist á hinum endanum sé markmiðið iðulega að komast yfir fjárhagsupplýsingar. En hvað er hægt að gera? „Hvorki Póst- og fjarskiptastofnun né símfyrirtækin geta blandað sér beint í þetta. Þær ráðstafanir sem væru þá fyrir hendi væru þá hreinlega að loka á slík númer en það eru mörg númer á bakvið þetta og þið sjáið bara sjálf að ef það ætti að fara að loka á númer frá einhverju landi þá yrðu ekki allir ánægðir með það,“ segir Þorleifur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi símhringingar átt uppruna sinn í ýmsum löndum en upp á síðkastið hafi mátt rekja þær til Bretlands og Ítalíu. Þorleifur segir allur gangur á því hvort um róbóta sé að ræða eða hringingar frá einstaklingum af holdi og blóði. „Þetta er orðinn iðnaður í rauninni og ekkert ólíklegt að það sé skipulögð glæpastarfsemi á bakvið þetta. Og þá er þetta yfirleitt fólk sem er þjálfað í að tala sig inn á fólk.“ Þorleifur segir fátt annað í stöðunni fyrir þá sem láta glepjast en hafa samband við lögreglu og ef til vill ræða við símafyrirtækið ef málið snýst um himinháan símreikning. „Ráðlegging mín væri að reyna að svara bara ekki. Og alls ekki hringja til baka. Það eru alls konar leiðir til að hafa samband í dag og yfirleitt er það nú þannig að ef viðkomandi þarf virkilega að ná í okkur þá reynir hann það í tölvupósti eða með öðrum leiðum.“
Fjarskipti Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira