Einstakt mál eða einstök mál? Olga Margrét Cilia skrifar 26. febrúar 2021 08:31 Dómsmálaráðherra hefur síðustu mánuði ítrekað að ráðuneyti hennar geti ekki hlutast til um einstaka mál. Bara alls ekki! Það er eins og hugmyndin um að hlutast um einstaka mál sé svo fjarri raunveruleika dómsmálaráðherra að það sé fullkomin fásinna að ýja að því. Þetta á þó yfirleitt bara við um það þegar senda á einstaka fólk í hættulegar aðstæður; hvort sem það eru börn, þolendur mansals, fólk sem óttast um líf sitt vegna kynhneigðar sinnar eða bara fólk sem er almennt í viðkvæmri stöðu. Þá er sko alls ekki hægt að hlutast til um einstaka mál. Ekki hægt að eiga samtal við Útlendingastofnun. Ekki hægt að mynda mannúðlegri stefnu í málefnum hælisleitenda. Ekki hægt að halda utan um fólk og veita því aðstoð meðan það bíður í allt að 18 mánuði eftir því einu að vera hafnað um vernd hér á landi. Bless bless! Ekki pláss, ekki peningur, ekkert sem dómsmálaráðherra getur gert. Þetta eru einstaka mál og þá getur ráðherra ekkert gert. En svo eru það hin einstöku málin, sem snúast oft um einstaka ráðherra. Merkilegt hvað ráðherrar á þessu landi geta verið einstakir. Þeir taka aldrei ábyrgð á sínum einstöku málum, það virðist alltaf vera hægt að hringja í vin. Stundum hringja ráðherrar í vini sína til þess að athuga hvort það sé ekki í lagi með þá og börnin þeirra. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að athuga hvort að einstakt mál einstaks ráðherra verði nokkuð mál. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra þegar aðstoðarmenn þeirra eru komnir í klandur. Við megum ekki gleyma að þetta fólk á börn og fjölskyldur! Sýnum virðingu og verum ekki með þetta vesen. Mega einstakir ráðherrar ekki hlutast til um einstök mál án þess að almenningur krefjist þess að ráðherra hlutist ekki til um einstök mál einstakra ráðherra? Sumir eru jafnari en aðrir og sum mál eru einstakari en önnur. Í einstaka einstökum málum taka ráðherrar upp tólið og beita áhrifum sínum. Þó aldrei þegar einstaka fólk á í hlut, bara einstakir ráðherrar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Hælisleitendur Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur síðustu mánuði ítrekað að ráðuneyti hennar geti ekki hlutast til um einstaka mál. Bara alls ekki! Það er eins og hugmyndin um að hlutast um einstaka mál sé svo fjarri raunveruleika dómsmálaráðherra að það sé fullkomin fásinna að ýja að því. Þetta á þó yfirleitt bara við um það þegar senda á einstaka fólk í hættulegar aðstæður; hvort sem það eru börn, þolendur mansals, fólk sem óttast um líf sitt vegna kynhneigðar sinnar eða bara fólk sem er almennt í viðkvæmri stöðu. Þá er sko alls ekki hægt að hlutast til um einstaka mál. Ekki hægt að eiga samtal við Útlendingastofnun. Ekki hægt að mynda mannúðlegri stefnu í málefnum hælisleitenda. Ekki hægt að halda utan um fólk og veita því aðstoð meðan það bíður í allt að 18 mánuði eftir því einu að vera hafnað um vernd hér á landi. Bless bless! Ekki pláss, ekki peningur, ekkert sem dómsmálaráðherra getur gert. Þetta eru einstaka mál og þá getur ráðherra ekkert gert. En svo eru það hin einstöku málin, sem snúast oft um einstaka ráðherra. Merkilegt hvað ráðherrar á þessu landi geta verið einstakir. Þeir taka aldrei ábyrgð á sínum einstöku málum, það virðist alltaf vera hægt að hringja í vin. Stundum hringja ráðherrar í vini sína til þess að athuga hvort það sé ekki í lagi með þá og börnin þeirra. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra á aðfangadag til þess að athuga hvort að einstakt mál einstaks ráðherra verði nokkuð mál. Stundum hringja ráðherrar í lögreglustjóra þegar aðstoðarmenn þeirra eru komnir í klandur. Við megum ekki gleyma að þetta fólk á börn og fjölskyldur! Sýnum virðingu og verum ekki með þetta vesen. Mega einstakir ráðherrar ekki hlutast til um einstök mál án þess að almenningur krefjist þess að ráðherra hlutist ekki til um einstök mál einstakra ráðherra? Sumir eru jafnari en aðrir og sum mál eru einstakari en önnur. Í einstaka einstökum málum taka ráðherrar upp tólið og beita áhrifum sínum. Þó aldrei þegar einstaka fólk á í hlut, bara einstakir ráðherrar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar