UEFA sagt vera að skoða þann möguleika að allt EM í sumar fari fram í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 10:00 Englendingar ætla að byrja að hleypa áhorfendum inn á vellina í maí og svo gæti farið að þeir haldi allt Evrópumótið í júní og júlí í sumar. Getty/Nick Potts Gary Lineker er einn af þeim sem fagnaði þeim fréttum að evrópska knattspyrnusambandið sé að íhuga það að flytja allt Evrópumótið í knattspyrnu í sumar til Englands. EM alls staðar hefur þegar verið frestað um eitt ár og nú þykir ekki líklegt að hægt verði að halda það út um alla Evrópu eins og áætlað var vegna heimsfaraldursins. Það er flókið dæmi að fyrir liðin og stuðningsmennina að vera flakki um álfuna á tímum kórónuveirunnar og svo eru auðvitað mismunandi reglur í hverju landi og sum þeirra banna flug frá ákveðnum löndum líka. Gary Lineker leads new calls for Euro 2020 to be moved ENTIRELY to England https://t.co/WyrHaxknsn— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Enska knattspyrnugoðsögnin og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker er einn af þeim sem talar fyrir því að Englendingar eigi að fá allt Evrópumótið til sín í sumar. Samkvæmt fréttum úr innsta hring hjá UEFA þá er sambandið að íhuga þann möguleika að færa allt mótið til Englands. Eins og staðan er núna þá á EM að fara fram í tólf löndum en undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley í London. Meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA segir að það sé nú möguleiki að Englendingar fái alla leikina. Ooooft. Yes please. https://t.co/SlhuQrGzZP— Gary Lineker (@GaryLineker) February 25, 2021 Armand Duka, meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA og forseti albanska knattspyrnusambandsins ræddi stöðuna í útvarpsviðtali við Radio Kiss Kiss Napoli. „Þetta fer ekki eftir UEFA heldur eftir yfirvöldum í hverju landi. Þeir hafa ákveðið að hleypa áhorfendum inn á leiki í Englandi og við skulum vona að slíkt gerist líka í hinum löndum Evrópu,“ sagði Armand Duka. „Það eru vonir um að EM verði spilað með áhorfendur í fimmtíu prósent af sætunum. Það er möguleiki á því að Euro 2002 fari allt fram í Englandi,“ sagði Duka. „Það eru ennþá fjórir eða fimm mánuðir til stefnu. Við skulum sjá til hvort staðan breytist. Ef ekki þá er England möguleiki,“ sagði umræddur Armand Duka. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
EM alls staðar hefur þegar verið frestað um eitt ár og nú þykir ekki líklegt að hægt verði að halda það út um alla Evrópu eins og áætlað var vegna heimsfaraldursins. Það er flókið dæmi að fyrir liðin og stuðningsmennina að vera flakki um álfuna á tímum kórónuveirunnar og svo eru auðvitað mismunandi reglur í hverju landi og sum þeirra banna flug frá ákveðnum löndum líka. Gary Lineker leads new calls for Euro 2020 to be moved ENTIRELY to England https://t.co/WyrHaxknsn— MailOnline Sport (@MailSport) February 26, 2021 Enska knattspyrnugoðsögnin og sjónvarpsmaðurinn Gary Lineker er einn af þeim sem talar fyrir því að Englendingar eigi að fá allt Evrópumótið til sín í sumar. Samkvæmt fréttum úr innsta hring hjá UEFA þá er sambandið að íhuga þann möguleika að færa allt mótið til Englands. Eins og staðan er núna þá á EM að fara fram í tólf löndum en undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley í London. Meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA segir að það sé nú möguleiki að Englendingar fái alla leikina. Ooooft. Yes please. https://t.co/SlhuQrGzZP— Gary Lineker (@GaryLineker) February 25, 2021 Armand Duka, meðlimur í framkvæmdanefnd UEFA og forseti albanska knattspyrnusambandsins ræddi stöðuna í útvarpsviðtali við Radio Kiss Kiss Napoli. „Þetta fer ekki eftir UEFA heldur eftir yfirvöldum í hverju landi. Þeir hafa ákveðið að hleypa áhorfendum inn á leiki í Englandi og við skulum vona að slíkt gerist líka í hinum löndum Evrópu,“ sagði Armand Duka. „Það eru vonir um að EM verði spilað með áhorfendur í fimmtíu prósent af sætunum. Það er möguleiki á því að Euro 2002 fari allt fram í Englandi,“ sagði Duka. „Það eru ennþá fjórir eða fimm mánuðir til stefnu. Við skulum sjá til hvort staðan breytist. Ef ekki þá er England möguleiki,“ sagði umræddur Armand Duka.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira