Páll telur mótframboð í 1. sæti ekki beint gegn honum Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2021 08:39 Páll Magnússon er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrsti þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi túlkar framboð tveggja annarra í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar ekki sem framboð gegn sér, persónulega. Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kjöríss tilkynnti í gærkvöldi um framboð sitt til fyrsta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Páll Magnússon vermir það sæti inni á Alþingi í dag en Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem var í því þriðja fyrir síðustu kosningar sækist einnig eftir fyrsta sætinu. „Ég hef líst því yfir að ég sækist áfram eftir þessu sæti en býð þau tvö hins vegar og hef gert það við þau bæði persónulega, velkomin á þennan vettvang,“ segir Páll. Það væri fagnaðarefni að gott og frambærilegt fólk gæfi kost á sér á þessum vettvangi. Hann túlki framboð þeirra ekki sem framboð gegn honum persónulega. „Nei og það stæði kannski síst upp á mig að fara að túlka mál svoleiðis. Sjálfur bauð ég mig fram í síðasta prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í sama sæti og þá sitjandi ráðherra flokksins. Ég tel framboðum af þessu tagi ekki stefnt gegn neinum,“ segir Páll. Þá telji hann þessi tvö mótframboð í fyrsta sætið ekki tengjast illindum sem urðu í kringum síðustu bæjarstjórnarkosningar í Vestmannaeyjum. „Það varð þessi ágreiningur sem spannst út af því hvort halda ætti prófkjör eða ekki. Í kjölfarið af þeim ágreiningi klofnaði flokkurinn í Vestmannaeyjum í herðar niður eiginlega. Í tvær stórar fylkingar. Við þær aðstæður sagðist ég mundu draga mig í hlé og ekki taka opinberlega afstöðu í bæjarstjórnarkosningunum síðustu. Það voru margir óánægðir með þá afstöðu mína, aðrir ánægðir og það er bara eins og gengur og gerist í pólitík,“ segir Páll. Þá telur hann móframboð í fyrsta sæti listans heldur ekki tengjast því að í nóvember lagði hann fram frumvarp á Alþingi um eignarhald á skipum með aflahlutdeild. Sem er til þess ætlað stemma stigu við of mikilli samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum. „Ég held að flestir sjálfstæðismenn styðji þau sjónarmið í grundvallaratriðum. Nú höfum við til dæmis séð, þótt ég ætli ekki að fullyrða að það sé bein afleiðing af því frumvarpi sem ég lagði fram, að núna segist til dæmis Samherji ætlað að koma eignarhlut sínum að hluta til í Síldarvinnslunni á almennan markað. Skrá fyrirtækið á almennan markað,“ segir Páll. Forstjóri Samherja hafi líst því yfir að það sé beinlínis til að koma til móts við þá umræðu og þær áhyggjur sem menn hafi á of mikilli samþjöppun á eignarhaldi í sjávarútvegi.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Fleiri fréttir Bergþór vill verða varaformaður Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu