Í tilkynningu frá Kynnisferðum segir að flugrútan mun stoppa við Fjörukránna í Hafnarfirði, við Aktu Taktu í Garðabæ, við Hamraborg í Kópavogi og á BSÍ.
Haft er eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Kynnisferða, að umræða um mikilvægi Flugrútunnar til að lágmarka hættu á að kórónuveirusmit berist inn í landið hafi leitt til ákvörðunar um að hefja akstur á ný.
„Síðustu daga höfum við haft samráð við opinbera aðila til að útfæra þjónustuna með tilliti til sóttvarna og að þjónustan sé í samræmi við gildandi reglugerð. Einnig höfum við haft samráð við Isavia um að koma á framfæri upplýsingum til komufarþega um þá valkosti sem standi þeim til boða til að komast til Reykjavíkur,“ er haft eftir Birni.