Nú síðast í morgun varð skjálfti af stærðinni 5,2 skammt frá Fagradalsfjalli, og fannst hann greinilega á Suðvesturlandi. Við fjöllum einnig um hvernig brugðist yrði við eldgosi á Reykjanesskaga og þá sérstaklega með tilliti til Almannavarna.
Þá ræðum við við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um nýjustu vendingar í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Einn greindist innanlands í gær og var í sóttkví.
Eins fjöllum við um skimun Heilsugæslunnar fyrir leghálskrabbameini og segjum frá skýrslu Bandaríkjanna um að krónprins Sádi-Arabíu beri ábyrgð á morðinu á Jamal Khashoggi.
Þetta og fleiri í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf, sem hægt er að hlusta á í útvarpi og í spilaranum hér að ofan.