Myndbandaspilari er að hlaða.
Fyrir skömmu varð skjálfti yfir fjórir að stærð við Fagradalsfjall upp úr klukkan hálf tólf. Fréttastofa ræddi við jarðskjálftafræðing, sem var í miðju viðtali þegar skjálftinn reið yfir.
Þá fjöllum við um skiptar skoðanir Alþingiskvenna á símtali dómsmálaráðherra til lögreglustjóra að morgni aðfangadags.
Eins segjum við frá veðurviðvörunum sem eru í gildi á vestanverðu landinu vegna lægðar sem hefur í för með sér éljahryður og lélegt skyggni.
Þetta og fleira til í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu tólf.