Allir 1.097 gestirnir fengið sömu þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 10:28 Gylfi Þór Þórsteinsson í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir stoltur af starfinu sem unnið hefur verið í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg undanfarið ár. Ljóst sé að úrræðið hafi virkað vel en í húsinu hefur verið að finna þau afbrigði kórónuveirunnar sem eru mest smitandi. Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira