Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2021 12:04 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir. vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. Líkt og fram hefur komið ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnarbrot í samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem fjármálaráðherra var staddur. Dómsmálaráðherra hefur sagst hafa hringt í lögreglustjóra til þess að spyrjast fyrir um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á að Áslaug Arna yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að greina nánar frá samskiptunum. „Vegna þess að þarna erum við að horfa á þessa fínu línu sem er á milli eftirlitshlutverks ráðherrans og þess sem geta verið óeðlileg afskipti af rannsókn sem er í gangi hjá lögreglu. Það er eitthvað sem dómsmálaráðherra þarf alltaf að hafa í huga og eftirlitsnefnd þingsins fylgist með þegar svona mál koma upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir yfirferð nefndarinnar hafa verið nokkuð yfirgripsmikila og að ráðherra hafi svarað spurningum greiðlega, svörin hafi verið í samræmi við fyrri svör ráðherra í fjölmiðlum. „Hún hafi verið að bregðast við fyrirspurnum fjölmiðla og ekki verið með á hreinu hvernig verklagið er við þessa upplýsingagjöf og verið að fylla inn í það,“ segir Andrés. „En í ljósi þess sem kom fram á fundinum var ákveðið að boða lögreglustjórann líka á fund til að fá hennar sýn á þessi samskipti.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður boðuð á fund nefndarinnar.vísir/Vilhelm Halla Bergþóra verður því kölluð fyrir nefndina á næstunni. Andrés Ingi telur eðlilegt að ráðherra haldi samskiptum formlegum þegar þau varða einstök mál og þá sérstaklega þegar þau tengjast ráðherra með einherjum hætti. „Ráðherra tjáði sig ekkert um málið í desember út á við sem er eðlilegt í ljósi stöðunnar en með sömu rökum hefði sennilega verið heppilegra að sleppa þessum milliliðalausu símtölum við lögreglustjórann og færa upplýsingaleit ráðherrans í formlegri búning á milli embættismanna. En eins og ég segi eigum við eftir að skoða þetta nánar í nefndinni til að komast að einhverri endanlegri niðustöðu,“ segir Andrés Ingi. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Alþingi Lögreglan Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira
Líkt og fram hefur komið ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tvisvar við Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag eftir lögregla tilkynnti fjölmiðlum um sóttvarnarbrot í samkvæmi í Ásmundarsal, þar sem fjármálaráðherra var staddur. Dómsmálaráðherra hefur sagst hafa hringt í lögreglustjóra til þess að spyrjast fyrir um verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, var boðuð á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.vísir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á að Áslaug Arna yrði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til þess að greina nánar frá samskiptunum. „Vegna þess að þarna erum við að horfa á þessa fínu línu sem er á milli eftirlitshlutverks ráðherrans og þess sem geta verið óeðlileg afskipti af rannsókn sem er í gangi hjá lögreglu. Það er eitthvað sem dómsmálaráðherra þarf alltaf að hafa í huga og eftirlitsnefnd þingsins fylgist með þegar svona mál koma upp,“ segir Andrés Ingi. Hann segir yfirferð nefndarinnar hafa verið nokkuð yfirgripsmikila og að ráðherra hafi svarað spurningum greiðlega, svörin hafi verið í samræmi við fyrri svör ráðherra í fjölmiðlum. „Hún hafi verið að bregðast við fyrirspurnum fjölmiðla og ekki verið með á hreinu hvernig verklagið er við þessa upplýsingagjöf og verið að fylla inn í það,“ segir Andrés. „En í ljósi þess sem kom fram á fundinum var ákveðið að boða lögreglustjórann líka á fund til að fá hennar sýn á þessi samskipti.“ Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður boðuð á fund nefndarinnar.vísir/Vilhelm Halla Bergþóra verður því kölluð fyrir nefndina á næstunni. Andrés Ingi telur eðlilegt að ráðherra haldi samskiptum formlegum þegar þau varða einstök mál og þá sérstaklega þegar þau tengjast ráðherra með einherjum hætti. „Ráðherra tjáði sig ekkert um málið í desember út á við sem er eðlilegt í ljósi stöðunnar en með sömu rökum hefði sennilega verið heppilegra að sleppa þessum milliliðalausu símtölum við lögreglustjórann og færa upplýsingaleit ráðherrans í formlegri búning á milli embættismanna. En eins og ég segi eigum við eftir að skoða þetta nánar í nefndinni til að komast að einhverri endanlegri niðustöðu,“ segir Andrés Ingi.
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglumál Alþingi Lögreglan Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Sjá meira