Hamfarir Skaftárelda rifjaðar upp í þætti um Meðalland Kristján Már Unnarsson skrifar 1. mars 2021 12:49 Lilja Magnúsdóttir við bæinn að Hnausum í Meðallandi. Fyrir aftan má sjá hvar hraunið stöðvaðist árið 1783. Einar Árnason Nærri 240 árum eftir Skaftárelda tala Skaftfellingar enn um „fyrir eld“ og „eftir eld“, svo víðtæk áhrif hafði eldgosið hrikalega úr Lakagígum á Eldsveitirnar, svæðið milli Mýrdalssands og Skeiðarársands. Hamfarir Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 eru rifjaðar upp í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem að þessu sinni er um Meðalland. Það er sú sveit sem varð fyrir einna mestum búsifjum þegar hraunið flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. „Það eyðir tuttugu bæjum í allt,“ segir Lilja Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Skaftárhrepps, sem er meðal viðmælenda í þættinum. Margir bæjanna sem eyddust voru í Meðallandi, þeirra á meðal kirkjujörð sveitarinnar, Hólmasel, og bæir þar í kring. Kirkjan hvarf undir hraunið aðeins tveimur vikum eftir að gosið hófst. Einnig hröktust margir bæir til og voru síðar endurreistir á nýjum stað. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Kirkjujörðin Hólmasel er núna undir hrauninu nokkra kílómetra norðvestan Hnausa.Einar Árnason Helsta heimildin er eldklerkurinn Jón Steingrímsson sem upplifði sjálfur atburðina og skráði í riti sem hann nefndi Fullkomið skrif um Síðueld en oftast kallað Eldritið. „Jón Steingrímsson lýsir líka landinu hér fyrir eld. Þá lýsir hann þessu svæði sem valllendissvæði, grasi vöxnu með lækjum og hvömmum, - bara ofsalega fallegu svæði. Svo fer það bara undir þetta hrikalega hraun,“ segir Lilja. Þátturinn um Meðalland fjallar þó að mestu um ánægjulega þróun sveitarinnar á síðustu árum. Eftir ládeyðu hefur ungt fólk tekið þar við bújörðum og hafið uppbyggingu. Þá er eitt stærsta nautgripabú landsins að verða til á Sandhóli samhliða nýsköpun í ræktun og vinnslu nytjajurta. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins sem er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 í kvöld: Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. 26. júlí 2020 22:10 Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. 28. febrúar 2021 21:08 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Hamfarir Skaftárelda á árunum 1783 til 1784 eru rifjaðar upp í þættinum Um land allt á Stöð 2, sem að þessu sinni er um Meðalland. Það er sú sveit sem varð fyrir einna mestum búsifjum þegar hraunið flæddi ofan af hálendinu, um farvegi Skaftár og Hverfisfljóts, og yfir láglendissveitir. „Það eyðir tuttugu bæjum í allt,“ segir Lilja Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Skaftárhrepps, sem er meðal viðmælenda í þættinum. Margir bæjanna sem eyddust voru í Meðallandi, þeirra á meðal kirkjujörð sveitarinnar, Hólmasel, og bæir þar í kring. Kirkjan hvarf undir hraunið aðeins tveimur vikum eftir að gosið hófst. Einnig hröktust margir bæir til og voru síðar endurreistir á nýjum stað. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Kirkjujörðin Hólmasel er núna undir hrauninu nokkra kílómetra norðvestan Hnausa.Einar Árnason Helsta heimildin er eldklerkurinn Jón Steingrímsson sem upplifði sjálfur atburðina og skráði í riti sem hann nefndi Fullkomið skrif um Síðueld en oftast kallað Eldritið. „Jón Steingrímsson lýsir líka landinu hér fyrir eld. Þá lýsir hann þessu svæði sem valllendissvæði, grasi vöxnu með lækjum og hvömmum, - bara ofsalega fallegu svæði. Svo fer það bara undir þetta hrikalega hraun,“ segir Lilja. Þátturinn um Meðalland fjallar þó að mestu um ánægjulega þróun sveitarinnar á síðustu árum. Eftir ládeyðu hefur ungt fólk tekið þar við bújörðum og hafið uppbyggingu. Þá er eitt stærsta nautgripabú landsins að verða til á Sandhóli samhliða nýsköpun í ræktun og vinnslu nytjajurta. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins sem er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 í kvöld:
Um land allt Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12 Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33 Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. 26. júlí 2020 22:10 Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. 28. febrúar 2021 21:08 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784. 29. nóvember 2020 22:12
Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi. 30. nóvember 2020 22:33
Segir vatnið eina gullið sem kemur úr Skaftáreldahrauni Kalt vatn sem sprettur undan Skaftáreldahrauni er grunnur tveggja eldisstöðva í Skaftárhreppi sem báðar sérhæfa sig í bleikjueldi. Fiskeldisfræðingur, sem stýrir öðru fyrirtækinu, segir vatnið í raun eina gullið í Eldhrauni. 26. júlí 2020 22:10
Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. 28. febrúar 2021 21:08