Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 15:09 Fanganýlendan IK-2 er nærri bænum Pokrov, sem er um 85 kílómetra austur af Moskvu. Getty/Mikhail Metzel Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira