Tæknirisar horfa til Íslands í baráttunni gegn hamfarahlýnun Edda Sif Aradóttir og Jan Wurzbacher skrifa 2. mars 2021 07:31 Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Jarðhiti Edda Sif Aradóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun