Boris styður að Bretland og Írland haldi HM saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 11:32 Englendingar hafa aðeins haldið HM í fótbolta einu sinni og það var árið 1966. Þá vannst líka eini heimsmeistaratitill Englendinga. Getty/Aaron Chown Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segir að nú sé rétti tíminn fyrir Bretland og Írland til að halda saman heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Þjóðirnar gætu sent inn sameiginlegt framboð um að fá að halda HM 2030. Boris gerir meira en bara að senda frá sér stuðningsyfirlýsingu því bresk stjórnvöld eru búin að lofa 2,8 milljónum punda í verkefnið í nýjasta fjárlagafrumvarpi sínu. Knattspyrnusambönd Englands, Wales, Skotlands, Norður-Írlands og Írlands fagna skuldbindingu bresku ríkisstjórnarinnar. NEWS | Prime Minister Boris Johnson has said England is ready to host more Euro 2020 games and he is "very, very keen" for the nation to host the World Cup in 2030.https://t.co/2RFPDTXwOK— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 1, 2021 „Við erum mjög, mjög spennt fyrir því að fá fótboltann heim árið 2030,“ sagði Boris Johnson í viðtali sem BBC hefur eftir Sun. The Athletic fjallar líka um málið. „Ég held að þetta sé rétti tíminn og þetta yrði algjörlega yndislegt fyrir þjóðina,“ sagði Boris. 48 þjóðir verða í fyrsta sinn á HM þegar Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda keppnina árið 2026. Árið 2030 verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni í fótbolta. The UK government have promised to give their backing to the joint bid by the four UK nations and the FAI to co-host the 2030 World Cup finals.https://t.co/GJHIdDJrBL— Independent Sport (@IndoSport) March 2, 2021 Sameiginlegt framboð frá Síle, Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ er líklegt sem og sameiginlegt framboð frá Spáni, Portúgal og Marokkó. Úrúgvæ hélt fyrstu heimsmeistarakeppnina árið 1930. Boris Johnson talaði einnig um að Bretar væri tilbúnir að taka við fleiri leikjum á Evrópumótinu í sumar en EM átti að fara fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu. Kórónuveiran gæti breytt þeim áætlunum og hefur England verið nefnt sem góður kostur til að halda alla keppnina á einum stað. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley. Boris Johnson backs joint 2030 World Cup bid from England, Scotland, Wales, Northern Ireland and Republic of Ireland | @Tom_Morgs https://t.co/33mA93amA4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 1, 2021 HM 2022 í Katar Enski boltinn Bretland Írland Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Boris gerir meira en bara að senda frá sér stuðningsyfirlýsingu því bresk stjórnvöld eru búin að lofa 2,8 milljónum punda í verkefnið í nýjasta fjárlagafrumvarpi sínu. Knattspyrnusambönd Englands, Wales, Skotlands, Norður-Írlands og Írlands fagna skuldbindingu bresku ríkisstjórnarinnar. NEWS | Prime Minister Boris Johnson has said England is ready to host more Euro 2020 games and he is "very, very keen" for the nation to host the World Cup in 2030.https://t.co/2RFPDTXwOK— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 1, 2021 „Við erum mjög, mjög spennt fyrir því að fá fótboltann heim árið 2030,“ sagði Boris Johnson í viðtali sem BBC hefur eftir Sun. The Athletic fjallar líka um málið. „Ég held að þetta sé rétti tíminn og þetta yrði algjörlega yndislegt fyrir þjóðina,“ sagði Boris. 48 þjóðir verða í fyrsta sinn á HM þegar Bandaríkin, Kanada og Mexíkó halda keppnina árið 2026. Árið 2030 verða liðin hundrað ár frá fyrstu heimsmeistarakeppninni í fótbolta. The UK government have promised to give their backing to the joint bid by the four UK nations and the FAI to co-host the 2030 World Cup finals.https://t.co/GJHIdDJrBL— Independent Sport (@IndoSport) March 2, 2021 Sameiginlegt framboð frá Síle, Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ er líklegt sem og sameiginlegt framboð frá Spáni, Portúgal og Marokkó. Úrúgvæ hélt fyrstu heimsmeistarakeppnina árið 1930. Boris Johnson talaði einnig um að Bretar væri tilbúnir að taka við fleiri leikjum á Evrópumótinu í sumar en EM átti að fara fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu. Kórónuveiran gæti breytt þeim áætlunum og hefur England verið nefnt sem góður kostur til að halda alla keppnina á einum stað. Undanúrslitin og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley. Boris Johnson backs joint 2030 World Cup bid from England, Scotland, Wales, Northern Ireland and Republic of Ireland | @Tom_Morgs https://t.co/33mA93amA4— Telegraph Football (@TeleFootball) March 1, 2021
HM 2022 í Katar Enski boltinn Bretland Írland Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira