Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 15:33 Alexei Navalní í dómsal í Moskvu í síðasta mánuði. AP/Alexander Zemlianichenko Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Í samtali við blaðamenn í dag sögðu bandarískir embættismenn að leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leyniþjónusta Rússlands, FSB, bæri ábyrgð á því þegar eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi síðasta ágúst. Búist er við að nöfn aðilanna og fyrirtækjanna verði opinberuð í dag. Aðgerðirnar sem kynntar voru í dag eru einnig fyrsta skrefið af nokkrum sem ríkisstjórn Bidens mun taka gegn ráðamönnum í Rússlandi á næstunni. Embættismennirnir sögðu í áðurnefndu samtali að ríkisstjórn Bidens myndi nálgast Rússlands með allt öðrum hætti en gert hefði verið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrr í dag hafði Evrópusambandið beitt fjóra rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og fangelsunar Navalnís. ESB hafði áður beitt háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Rússlands refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og ríkisstjórn Trumps neitaði að taka þátt í því. Aðgerðir Bandaríkjamanna beinast gegn sjö einstaklingum í Rússlandi og eru þær sagðar í takt við fyrri aðgerðir ESB. Þeir rússnesku aðilar sem hafa verið beittir refsiaðgerðum munu ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá verða eigur þeirra þar frystar og þeir hafa ekki aðgang að bankaþjónustu þar, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn kynntu einnig í dag útflutningsbann til Rússlands á efnum sem notuð eru við framleiðslu efnavopna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Þegar hann sneri aftur til Rússlands í desember var hann handtekinn og síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Rússlands. Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Trans hermenn þefaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Sjá meira
Í samtali við blaðamenn í dag sögðu bandarískir embættismenn að leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leyniþjónusta Rússlands, FSB, bæri ábyrgð á því þegar eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi síðasta ágúst. Búist er við að nöfn aðilanna og fyrirtækjanna verði opinberuð í dag. Aðgerðirnar sem kynntar voru í dag eru einnig fyrsta skrefið af nokkrum sem ríkisstjórn Bidens mun taka gegn ráðamönnum í Rússlandi á næstunni. Embættismennirnir sögðu í áðurnefndu samtali að ríkisstjórn Bidens myndi nálgast Rússlands með allt öðrum hætti en gert hefði verið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrr í dag hafði Evrópusambandið beitt fjóra rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og fangelsunar Navalnís. ESB hafði áður beitt háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Rússlands refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og ríkisstjórn Trumps neitaði að taka þátt í því. Aðgerðir Bandaríkjamanna beinast gegn sjö einstaklingum í Rússlandi og eru þær sagðar í takt við fyrri aðgerðir ESB. Þeir rússnesku aðilar sem hafa verið beittir refsiaðgerðum munu ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá verða eigur þeirra þar frystar og þeir hafa ekki aðgang að bankaþjónustu þar, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn kynntu einnig í dag útflutningsbann til Rússlands á efnum sem notuð eru við framleiðslu efnavopna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Þegar hann sneri aftur til Rússlands í desember var hann handtekinn og síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Rússlands.
Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Trans hermenn þefaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Sjá meira
Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09
Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21
Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32
Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54
Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent