Áslaug segir símtöl við lögreglustjóra ekki skráningarskyld Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2021 19:33 Dómsmálaráðherra segir verklagsreglur ekki gera ráð fyrir að símtöl eins og þau sem hún átti við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um jólin séu skráð sérstaklega. Fjármálaráðherra hafi ekki beðið hana að hlutast til í málinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra átti tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti fjölmiðla í dagbókarfærslu að fjármálaráðherra hafi verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur hafi verið brotnar á þorláksmessu. Þessi símtöl voru ekki skráð í ráðuneytinu, enda segir dómsmálaráðherra ekki kröfu gerða um það. En í ljósi reynslunnar til dæmis varðandi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem meðal annars þurfti að segja af sér vegna út af samskiptum við lögreglu. Ætti ekki að vera búið að setja einhverjar svona reglur í ráðuneytinu? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir eðlilegt að hún leiti upplýsinga hjá æðstu embættismönnum stofnana sem undir hana heyri.Vísir/Vilhelm „Það hafa verið settar reglur. Það eru bæði formleg og óformleg samskipti. Þau eru skráð ef þau snúast um einhverja ákvarðanatöku eða eru um einhver atriði sem talin eru skipta máli. Þá eru þau skráð,“ segir Áslaug Arna. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Andri Thorsson undrast símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Voru þetta ekki mikilvæg samskipti? Og ef þau voru ekki mikilvæg afhverju var þá verið að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfangadag,“ spurði Guðmundur Andri. Dómsmálaráðherra sagði fjölmiðla ítrekað hafa óskað eftir svörum frá henni um hvaða ráðherra hafi verið í Ásmundarsal á þorláksmessu og fjallað um að dagbókafærsla lögreglu hafi verið óvenju ítarleg. „Og eins og sjá má á reglum um skráningu samskipta þá fellur þetta símtal ekki undir ákvæði um skráningu mála. Og upplýsingaöflun einstakra starfsmanna og ráðherra til þess meðal annars að veita fjölmiðlum og almenningi réttar upplýsingar falla einfaldlega ekki undir það ákvæði,“ sagði Áslaug Arna. Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag spurðum við dómsmálaráðherra hvort Bjarni Benediktsson hafi beðið hana að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni. „Nei.“ Það var algerlega þitt frumkvæði? „Já ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra átti tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti fjölmiðla í dagbókarfærslu að fjármálaráðherra hafi verið meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur hafi verið brotnar á þorláksmessu. Þessi símtöl voru ekki skráð í ráðuneytinu, enda segir dómsmálaráðherra ekki kröfu gerða um það. En í ljósi reynslunnar til dæmis varðandi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem meðal annars þurfti að segja af sér vegna út af samskiptum við lögreglu. Ætti ekki að vera búið að setja einhverjar svona reglur í ráðuneytinu? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir eðlilegt að hún leiti upplýsinga hjá æðstu embættismönnum stofnana sem undir hana heyri.Vísir/Vilhelm „Það hafa verið settar reglur. Það eru bæði formleg og óformleg samskipti. Þau eru skráð ef þau snúast um einhverja ákvarðanatöku eða eru um einhver atriði sem talin eru skipta máli. Þá eru þau skráð,“ segir Áslaug Arna. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar tók málið upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Guðmundur Andri Thorsson undrast símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm „Voru þetta ekki mikilvæg samskipti? Og ef þau voru ekki mikilvæg afhverju var þá verið að hringja í fólk klukkan hálf fimm á aðfangadag,“ spurði Guðmundur Andri. Dómsmálaráðherra sagði fjölmiðla ítrekað hafa óskað eftir svörum frá henni um hvaða ráðherra hafi verið í Ásmundarsal á þorláksmessu og fjallað um að dagbókafærsla lögreglu hafi verið óvenju ítarleg. „Og eins og sjá má á reglum um skráningu samskipta þá fellur þetta símtal ekki undir ákvæði um skráningu mála. Og upplýsingaöflun einstakra starfsmanna og ráðherra til þess meðal annars að veita fjölmiðlum og almenningi réttar upplýsingar falla einfaldlega ekki undir það ákvæði,“ sagði Áslaug Arna. Að loknum ríkisstjórnarfundi í dag spurðum við dómsmálaráðherra hvort Bjarni Benediktsson hafi beðið hana að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni. „Nei.“ Það var algerlega þitt frumkvæði? „Já ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44 Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. 2. mars 2021 12:44
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04