Ísak Óli líklega á förum frá SønderjyskE Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2021 20:36 Ísak Óli í leik með U21 landsliði Íslands. Vísir/Bára Svo virðist sem varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson sé á förum frá danska úrvalsdeildarfélaginu SønderjyskE áður en langt um líður. Ísak Óli hefur ekki komið mikið við sögu hjá SønderjyskE á tímabilinu og er hann að hugsa sér til hreyfings. Þetta staðfesti Guðlaugur Tómasson, umboðsmaður leikmannsins, í stuttu spjalli við Fótbolta.net í dag. „Ísak Óli er búinn að bæta sig mikið hjá SønderjyskE og hefur verið þolinmóður en okkur finnst hann hafa gæðin til að spila þar. Við erum að skoða hans næstu skref núna og þar getur bæði lán og sala komið til greina.“ „Það eru búnar að vera fyrirspurnir frá efstu deildum Noregs og Svíþjóðar, MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt náttúrulega Íslandi,“ sagði Guðlaugur í viðtalinu og því ljóst að mögulega gæti Ísak Óli leikið í Pepsi Max deildinni hér á landi næsta sumar. Þessi tvítugi varnamaður hefur aðeins leikið 104 mínútur í dönsku úrvalsdeildinni frá því hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Hann lék hins vegar tvo leiki með liðinu í danska bikarnum á síðustu leiktíð sem og einn á þessari. Félagið fór alla leið og vann danska bikarinn á síðustu leiktíð og er því ríkjandi bikarmeistari. Áður en Ísak Óli hélt ytra lék hann hins vegar 65 leiki með uppeldisfélagi sínu Keflavík og þá hefur hann leikið alls 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk. Þar af átta leiki fyrir U21 landsliðið og gæti hann verið í leikmannahópi liðsins sem tekur þátt á lokakeppni EM sem fer fram síðar í þessum mánuði. Danska félagið situr sem stendur í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira
Ísak Óli hefur ekki komið mikið við sögu hjá SønderjyskE á tímabilinu og er hann að hugsa sér til hreyfings. Þetta staðfesti Guðlaugur Tómasson, umboðsmaður leikmannsins, í stuttu spjalli við Fótbolta.net í dag. „Ísak Óli er búinn að bæta sig mikið hjá SønderjyskE og hefur verið þolinmóður en okkur finnst hann hafa gæðin til að spila þar. Við erum að skoða hans næstu skref núna og þar getur bæði lán og sala komið til greina.“ „Það eru búnar að vera fyrirspurnir frá efstu deildum Noregs og Svíþjóðar, MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt náttúrulega Íslandi,“ sagði Guðlaugur í viðtalinu og því ljóst að mögulega gæti Ísak Óli leikið í Pepsi Max deildinni hér á landi næsta sumar. Þessi tvítugi varnamaður hefur aðeins leikið 104 mínútur í dönsku úrvalsdeildinni frá því hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Hann lék hins vegar tvo leiki með liðinu í danska bikarnum á síðustu leiktíð sem og einn á þessari. Félagið fór alla leið og vann danska bikarinn á síðustu leiktíð og er því ríkjandi bikarmeistari. Áður en Ísak Óli hélt ytra lék hann hins vegar 65 leiki með uppeldisfélagi sínu Keflavík og þá hefur hann leikið alls 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk. Þar af átta leiki fyrir U21 landsliðið og gæti hann verið í leikmannahópi liðsins sem tekur þátt á lokakeppni EM sem fer fram síðar í þessum mánuði. Danska félagið situr sem stendur í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sjá meira