Mikilvægi menntastefnu á breyttum vinnumarkaði Sigmundur Halldórsson skrifar 3. mars 2021 09:01 VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun