Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2021 11:01 Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá ákvörðun að loka á frjálsíþróttaæfingar í Laugardalshöll í sex vikur í vor. Stöð 2 Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Von er á um 400 gestum til landsins sem alls kaupa 8.000 gistinætur, samkvæmt tilkynningu mótshaldara. Þetta bitnar á reykvísku frjálsíþróttafólki, sem lengi hefur beðið eftir góðri æfingaaðstöðu utanhúss. ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi, segir að með þessu dvíni vonir hennar um að komast á Ólympíuleikana í sumar. „Þetta leggst bara mjög illa í mig og alla þá sem æfa í Laugardalshöll,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. „Það er mjög flott að þetta rafíþróttamót sé að koma en það er alls ekki gott að þau séu að koma og taka æfingaaðstöðuna mína, og okkar sem æfum í Laugardalshöll, í sex vikur. Þetta er alveg út í hött. Maður er bara sjokkeraður,“ sagði Guðbjörg Jóna. Æfir á grasi á meðan keppinautarnir æfa við toppaðstæður Vegna kórónuveirufaraldursins var Laugardalshöll lokuð í um 12 vikur í vetur en æfingar gátu hafist að nýju í janúar. Guðbjörg Jóna segir alla hafa glaðst mikið yfir því en fréttirnar núna hafi mikil áhrif á ólympíudrauminn: „Þegar það er lokað þá get ég ekki náð gæðaæfingunum. Hinar sem æfa og ætla að ná Ólympíuleikunum eru með toppaðstæður og þær ná að æfa á meðan ég er að reyna að æfa á einhverju grasi einhvers staðar af því ég fæ ekki að komast á einhvern völl eða æfa inni. Þannig að þetta er mjög leiðinlegt og þetta brýtur mann bara svolítið mikið niður,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Von er á um 400 gestum til landsins sem alls kaupa 8.000 gistinætur, samkvæmt tilkynningu mótshaldara. Þetta bitnar á reykvísku frjálsíþróttafólki, sem lengi hefur beðið eftir góðri æfingaaðstöðu utanhúss. ÍR-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ólympíumeistari ungmenna í 200 metra hlaupi, segir að með þessu dvíni vonir hennar um að komast á Ólympíuleikana í sumar. „Þetta leggst bara mjög illa í mig og alla þá sem æfa í Laugardalshöll,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV. „Það er mjög flott að þetta rafíþróttamót sé að koma en það er alls ekki gott að þau séu að koma og taka æfingaaðstöðuna mína, og okkar sem æfum í Laugardalshöll, í sex vikur. Þetta er alveg út í hött. Maður er bara sjokkeraður,“ sagði Guðbjörg Jóna. Æfir á grasi á meðan keppinautarnir æfa við toppaðstæður Vegna kórónuveirufaraldursins var Laugardalshöll lokuð í um 12 vikur í vetur en æfingar gátu hafist að nýju í janúar. Guðbjörg Jóna segir alla hafa glaðst mikið yfir því en fréttirnar núna hafi mikil áhrif á ólympíudrauminn: „Þegar það er lokað þá get ég ekki náð gæðaæfingunum. Hinar sem æfa og ætla að ná Ólympíuleikunum eru með toppaðstæður og þær ná að æfa á meðan ég er að reyna að æfa á einhverju grasi einhvers staðar af því ég fæ ekki að komast á einhvern völl eða æfa inni. Þannig að þetta er mjög leiðinlegt og þetta brýtur mann bara svolítið mikið niður,“ sagði Guðbjörg Jóna við RÚV.
Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira