Stórum hluta Álfhólsskóla lokað vegna myglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2021 17:21 Myglan fannst í Álmu 5 í Álfhólsskóla, Hjalla í Kópavogi. aðsend mynd Einni álmu í Álfhólsskóla í Kópavogi verður lokað vegna myglu sem fundist hefur í þaki byggingarinnar. Lokunin tekur gildi frá og með morgundeginum og er gerð í varúðarskyni til að vernda nemendur og starfsmenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Myglan kom upp í því sem kallað er Álma 5 í Álfhólsskóla, Hjalla og stendur í norðvesturhorni lóðar skólans næst Álfhólsvegi. Álman nær yfir um fjórðung skólans og er rúmir ellefu hundruð fermetrar. Byggingin hýsir meðal annars stofur undir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa. Alls sækja um fjögur hundruð nemendur í fimmta til tíunda bekk Álfhólsskóla, Hjalla. Skólastjórnendur hyggjast hitta alla nemendur á morgun og útskýra stöðu mála. Tilkynninguna í heild sinni má finna hér að neðan: „Einni álmu Álfhólsskóla verður lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars vegna myglu sem greinst hefur í þaki byggingarinnar. Lokunin er gerð sem varúðarráðstöfun til að vernda nemendur og starfsmenn. Um er að ræða þann hluta húsnæðis Álfhólsskóla, Hjalla, sem kallast álma 5 og stendur í norðvesturhorni lóðar Álfhólsskóla, Hjalla, alveg við Álfhólsveg. Byggingin hýsir meðal annars stofur fyrir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa. Álma 5 nær yfir um fjórðung Álfhólsskóla, Hjalla, að flatarmáli eða 1.130 fermetra. Í Álfhólsskóla, Hjalla, eru 5. til 10. bekkur Álfhólsskóla, alls um 400 nemendur. Stjórnendur Álfhólsskóla vinna nú ásamt kennurum og öðru starfsfólki að endurskipulagningu á kennslu sem raskast óneitanlega þegar loka þarf heilli álmu. Niðurstaða endurskipulagningar mun liggja fyrir á allra næstu dögum en tekið skal fram að nemendum verður tryggð kennsla. Ákvörðunin um lokun er tekin í kjölfar þess að myglusveppur hefur greinst í þaki álmunnar. Einnig mælist hækkaður raki undir botnplötu sem að öllum líkindum rekja má til stíflu sem fannst í drenlögn vestan við húsið. Verið er að greina sýni sem tekin voru úr gólfdúk til að kanna hvort mygla hafi náð fótfestu undir dúknum. Aðdragandi lokunarinnar er sá að starfsmaður fór að finna fyrir einkennum sem fylgja raka- og mygluskemmdum. Eftirgrennslan leiddi í ljós raka undir gólfdúk sem strax var gengið í að laga. Í framhaldinu var ákveðið að fara í ítarlegri skoðun á húsnæðinu og kom þá í ljós að það greindist myglusveppur í þaki álmunnar. Verið er að rannsaka hvort myglan hefur náð að hafa áhrif á loftgæði í kennslustofum, niðurstaða liggur ekki fyrir, en með öryggi nemenda og starfsfólks að leiðarljósi er álmunni lokað frá og með morgundeginum. Ekki er talið að um sambærilegar aðstæður sé að ræða í öðrum álmum byggingarinnar þar sem þakuppbygging er ólík. Þak álmu 5 hefur þá sérstöðu að þar er upphitað rými á 2. hæð og einangrað milli sperra. Í álmu 1.-4. er loftrýmið kalt og einangrað beint ofan á steyptar loftaplötur. Engu að síður verða tekin sýni í öðrum hlutum hússins og send til frekari greininga. Ákvörðun um lokun var tekin af skólastjórnendum í samráði við stjórnendur á mennta- og umhverfissviði Kópavogsbæjar um leið og niðurstöður mælinga lágu fyrir og kynnt starfsfólki, stjórn foreldrafélagsins og skólaráði á fundum miðvikudaginn 3.mars og bréf sent á foreldra. Skólastjórnendur munu hitta alla nemendur á morgun, fimmtudag, og útskýra málið. Þá er unnið að undirbúningi útboðs fyrir endurbætur en stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið áður en skólastarf hefst að nýju að loknu sumarleyfi.“ Kópavogur Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Grunnskólar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Myglan kom upp í því sem kallað er Álma 5 í Álfhólsskóla, Hjalla og stendur í norðvesturhorni lóðar skólans næst Álfhólsvegi. Álman nær yfir um fjórðung skólans og er rúmir ellefu hundruð fermetrar. Byggingin hýsir meðal annars stofur undir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa. Alls sækja um fjögur hundruð nemendur í fimmta til tíunda bekk Álfhólsskóla, Hjalla. Skólastjórnendur hyggjast hitta alla nemendur á morgun og útskýra stöðu mála. Tilkynninguna í heild sinni má finna hér að neðan: „Einni álmu Álfhólsskóla verður lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars vegna myglu sem greinst hefur í þaki byggingarinnar. Lokunin er gerð sem varúðarráðstöfun til að vernda nemendur og starfsmenn. Um er að ræða þann hluta húsnæðis Álfhólsskóla, Hjalla, sem kallast álma 5 og stendur í norðvesturhorni lóðar Álfhólsskóla, Hjalla, alveg við Álfhólsveg. Byggingin hýsir meðal annars stofur fyrir list- og verkgreinar auk sérkennslustofa. Álma 5 nær yfir um fjórðung Álfhólsskóla, Hjalla, að flatarmáli eða 1.130 fermetra. Í Álfhólsskóla, Hjalla, eru 5. til 10. bekkur Álfhólsskóla, alls um 400 nemendur. Stjórnendur Álfhólsskóla vinna nú ásamt kennurum og öðru starfsfólki að endurskipulagningu á kennslu sem raskast óneitanlega þegar loka þarf heilli álmu. Niðurstaða endurskipulagningar mun liggja fyrir á allra næstu dögum en tekið skal fram að nemendum verður tryggð kennsla. Ákvörðunin um lokun er tekin í kjölfar þess að myglusveppur hefur greinst í þaki álmunnar. Einnig mælist hækkaður raki undir botnplötu sem að öllum líkindum rekja má til stíflu sem fannst í drenlögn vestan við húsið. Verið er að greina sýni sem tekin voru úr gólfdúk til að kanna hvort mygla hafi náð fótfestu undir dúknum. Aðdragandi lokunarinnar er sá að starfsmaður fór að finna fyrir einkennum sem fylgja raka- og mygluskemmdum. Eftirgrennslan leiddi í ljós raka undir gólfdúk sem strax var gengið í að laga. Í framhaldinu var ákveðið að fara í ítarlegri skoðun á húsnæðinu og kom þá í ljós að það greindist myglusveppur í þaki álmunnar. Verið er að rannsaka hvort myglan hefur náð að hafa áhrif á loftgæði í kennslustofum, niðurstaða liggur ekki fyrir, en með öryggi nemenda og starfsfólks að leiðarljósi er álmunni lokað frá og með morgundeginum. Ekki er talið að um sambærilegar aðstæður sé að ræða í öðrum álmum byggingarinnar þar sem þakuppbygging er ólík. Þak álmu 5 hefur þá sérstöðu að þar er upphitað rými á 2. hæð og einangrað milli sperra. Í álmu 1.-4. er loftrýmið kalt og einangrað beint ofan á steyptar loftaplötur. Engu að síður verða tekin sýni í öðrum hlutum hússins og send til frekari greininga. Ákvörðun um lokun var tekin af skólastjórnendum í samráði við stjórnendur á mennta- og umhverfissviði Kópavogsbæjar um leið og niðurstöður mælinga lágu fyrir og kynnt starfsfólki, stjórn foreldrafélagsins og skólaráði á fundum miðvikudaginn 3.mars og bréf sent á foreldra. Skólastjórnendur munu hitta alla nemendur á morgun, fimmtudag, og útskýra málið. Þá er unnið að undirbúningi útboðs fyrir endurbætur en stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið áður en skólastarf hefst að nýju að loknu sumarleyfi.“
Kópavogur Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Grunnskólar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira