Evrópusamstarfið þungamiðjan en samskipti við framleiðendur alltaf í gangi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 12:47 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Evrópusamstarfið er þungamiðjan í bóluefnakaupum Íslendinga að sögn forsætisráðherra. Stjórnvöld eiga þó áfram í samskiptum við framleiðendur innan þess og utan til þess að tryggja að bólusetning gangi eins hratt og mögulegt getur hér á landi. Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að vandi Evrópusambandsins við öflun bóluefna valdi áhyggjum og að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Aðspurð um málið segir Katrín stöðuna óbreytta frá því sem verið hefur og enga stefnubreytinginu varðandi Evrópusamstarfið. „Hins vegar er það þannig að hér eftir sem hingað til höfum auðvitað líka verið í samskiptum beint við framleiðendur, eins og var kunnugt í tengslum við hugsanlega Pfizer-tilraun, og líka við þá framleiðindur sem ekki eru innan ESB samstarfsins,“ segir Katrín. Hvaða framleiðendur eru það? „Það eru auðvitað framleiðendur sem við þekkjum til en það er ekkert haldbært að frétta af því. Hins vegar er það bara hlutverk stjórnvalda að vera á tánum í þessum málum og tryggja að þetta geti gengið eins hratt og örugglega fyrir sig og hugsast getur. En þungamiðjan í þessum málum er samstarf Evrópuríkja og þar hefur gengið á ýmsu á undanförnum dögum eins og við höfum séð í fréttum.“ Bóluefni sem eru utan Evrópusamstarfsins eru til dæmis frá kínverska framleiðandinn Sinovac og síðan rússneska bóluefnið Spútnik. Í morgun greindi Lyfjastofnun Evrópu frá því að svokallað áfangamat væri hafið á rússneska bóluefninu. Tvö aðildarríki Evrópusambandsins, Ungverjaland og Slóvakía, hafa þegar tekið efnið í notkun. Það hefur verið rætt um að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur á fyrri hluta ársins. Finnst þér þetta ekki ganga nógu hratt? Finnst þér að það þurfi að leita annarra leiða? „Við höfum sett okkur þá stefnu að á meðan á þessu ferli stendur séum við að gera allt sem við getum til þess að tryggja þetta. En svo erum við á þeim góða stað núna að hér hefur gengið ótrúlega vel í baráttunni við faraldurinn. Við erum núna á mjög góðum stað og það er auðvitað stóra málið.“ Eruð þið þá fyrst og fremst að horfa til framleiðenda sem standa utan við Evópusamstarfið eða getið þið samið við framleiðendur sem þar hefur þegar verið samið við? „Til að mynda vorum við í samskiptum við ýmsa framleiðendur varðandi möguleika á vísindarannsóknum tengdum bóluefnunum og þó að Pfizer málið hafi náð lengst í þeim efnum vorum við auðvitað í samskiptum við aðra framleiðendur varðandi það.“ Eru slík samskipti enn í gangi? „Það er í raun og veru ekkert annað að gerast en það sem hefur verið í gangi allan tímann. Íslensk stjórnvöld eru í þessu verkefni á hverjum degi en um leið og eitthvað haldbært er að frétta þá verður það kynnt.“ Hún segir stöðuna því óbreytta enn sem komið er. „Við erum á mjög góðum stað hvað varðar okkar áætlanir í bólusetningum. Framkvæmd bólusetninga hefur gengið mjög vel og ég ítreka að ég hef fullar væntingar til þess að það gangi eftir að meirihluti þjóðarinnar verði bólusettur fyrir mitt ár,“ segir Katrín.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira