Loftslagsaðgerðir strax - í þágu allra Anna Kristín Jensdóttir skrifar 4. mars 2021 14:00 Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa margir sáttmálar og lög verið fullgilt hér á landi. Þar á meðal má nefna Parísarsáttmálann í loftslagsmálum og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningarnir hafa það markmið að tryggja að hugað sé að mannréttindum annars vegar, og hins vegar að loftslagsmálum, í ljósi þess að áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur neikvæð áhrif á lífríkið og lífsgæði fólks. Jafnrétti er lykilhugtak í því að tryggja það að samkomulag sem Parísarsáttmálinn er geti gengið eftir. Einnig er minnst á jafnrétti í öðrum alþjóðlegum lögum og samningum sem Ísland hefur samþykkt og fullgilt. Í Parísarsáttmálanum felst meðal annars að aðildarríki skuli leitast við skoða alla þætti aðlögunar vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og áætlanir stjórnvalda í þeim málum eiga að stuðla af því að dregið sé úr þeim slæmu afleiðingum sem þær geta haft á samfélagið. Að sama skapi er mikilvægt að þær áætlanir og ívilnanir sem gerðar eru til að sporna gegn loftslagsvánni og hvetja til umhverfisvænni lífsstíls nái til alls samfélagsins, en ekki einungis hluta þess. Umhverfisvænt samfélag ætti því að vera þannig samfélag að allir að geta tekið þátt í því að skapa það. Í 5. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem var fullgiltur hér á landi árið 2016 er fjallað um að aðildarríkin skulu efla jöfnuð, útrýma mismunun og gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fólki með fötlun aðlögun við hæfi á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu misserum hafa reglulega verið sagðar fréttir af því að fötluðum einstaklingum sé neitað um aðstoð við að kaupa sér sérútbúin hjálpartæki svo sem sérútbúin reiðhjól og reglulega er blásið til safnana svo einstaklingar eigi efni á því að kaupa þessi dýru hjálpartæki. Á sama tíma er fólk hvatt til að taka upp umhverfisvænan lífsstíl og ferðamáta, með keppnum og herferðum á borð við Lífshlaupið. Það má því velta upp þeirri spurningu hvort jafnrétti sé virt í þessu samhengi eða hvort fólk með fötlun gleymist í umræðunni um þessi mál. Hjólreiðar eru taldar vera umhverfisvænn ferðamáti auk þess sem þær geta verið heilsueflandi og skemmtileg hreyfing. Að neita fólki með fötlun um að taka þátt í umhverfisvænu samfélagi og bjóða því ekki fjárhagslega aðstoð brýtur í bága við meginmarkmið Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland er aðili að. Víða í nágrannalöndum okkar stendur þessum þjóðfélagshópi til boða að fá styrki upp í þau sérútbúnu hjól eða önnur tæki sem þarf til að taka þátt í umhverfisvænna samfélagi. Slíkt er ekki í boði hér á landi, þar sem lög og reglur kveða á um að ekki sé veitt aðstoð við kaup á hjálpartækjum sem ætluð eru til frístunda og tómstunda. Er Ísland orðið eftirbátur margra þjóða í þessum sáttmálum? Hvernig væri að líta til nágrannaþjóða okkar með það fyrir augum að leita leiða til að sem flestir geti tekið þátt í umhverfisvænu samfélagi? Umhverfisvænt samfélag á einnig að vera sanngjarnt samfélag. Höfundur er varaforseti Landsamtaka íslenskra stúdenta og starfsmaður réttindagæslu fatlaðs fólks. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar