Gleymdist að geta Hauks í skýrslu þjóðaröryggisráðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 22:54 Haukur Hilmarsson. Mynd/Úr safni Nurhaks Stjórnvöld hafa beðist afsökunar vegna villu í skýrslu þjóðaröryggisráðs þar sem fjallað er um hryðjuverkaógn. Í skýrslunni var ranglega tekið fram ekki sé vitað um neina Íslendinga sem hafi tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. Þessa fullyrðingu stendur til að leiðrétta í skýrslunni en líkt og kunnugt er er vitað um að minnsta kosti einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjórnarráðinu nú í kvöld en í skýrslu þjóðaröryggisráðs sem vísað er til segir: „Auk þess hafa Íslendingar, einir Norðurlandaþjóða, ekki tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. Ekki er vitað til þess að einstaklingar búsettir hér á landi hafi haldið til Mið-Austurlanda í því skyni.“ Þessi fullyrðing er leiðrétt í tilkynningu stjórnarráðsins. „Þarna hafa augljóslega orðið mistök við vinnslu skýrslunnar þar sem vitað er að minnsta kosti um einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS, og verða þau leiðrétt. Skýrslan verður þannig leiðrétt prentuð upp að nýju. Þessi leiðu mistök eru hörmuð og beðist er afsökunar á þeim sárindum sem þau hafa valdið,“ segir í tilkynningunni. Talið er að Haukur hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, vekur athygli á frétt Fréttablaðsins í dag þar sem fjallað er um umrædda skýrslu þar sem Hauks er hvergi getið. „Ég vissi alveg að þeir sem ekki þekktu Hauk persónulega myndu fljótt gleyma honum. En ég er pínulítið hissa á því að forsætisráðherra skuli ekkert ráma í hann. Hún hefur líklega aldrei lesið bréfin sem við sendum henni en ég hélt að hún myndi kannski eftir því þegar Beggi bróðir minn mætti á kontorinn hjá henni óboðinn. Hún hefur sjálfsagt haft áhugaverðari verkefnum að sinna,“ skrifar Eva á Facebook. Mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismál Sýrland Varnarmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þessa fullyrðingu stendur til að leiðrétta í skýrslunni en líkt og kunnugt er er vitað um að minnsta kosti einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjórnarráðinu nú í kvöld en í skýrslu þjóðaröryggisráðs sem vísað er til segir: „Auk þess hafa Íslendingar, einir Norðurlandaþjóða, ekki tekið beinan þátt í aðgerðum bandamanna gegn ISIS-hryðjuverkasamtökunum í Írak og Sýrlandi. Ekki er vitað til þess að einstaklingar búsettir hér á landi hafi haldið til Mið-Austurlanda í því skyni.“ Þessi fullyrðing er leiðrétt í tilkynningu stjórnarráðsins. „Þarna hafa augljóslega orðið mistök við vinnslu skýrslunnar þar sem vitað er að minnsta kosti um einn Íslending, Hauk Hilmarsson, sem barðist með hersveitum Kúrda gegn ISIS, og verða þau leiðrétt. Skýrslan verður þannig leiðrétt prentuð upp að nýju. Þessi leiðu mistök eru hörmuð og beðist er afsökunar á þeim sárindum sem þau hafa valdið,“ segir í tilkynningunni. Talið er að Haukur hafi fallið í átökum í Sýrlandi þar sem hann barðist við hlið Kúrda gegn vígasveitum íslamska ríkisins. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, vekur athygli á frétt Fréttablaðsins í dag þar sem fjallað er um umrædda skýrslu þar sem Hauks er hvergi getið. „Ég vissi alveg að þeir sem ekki þekktu Hauk persónulega myndu fljótt gleyma honum. En ég er pínulítið hissa á því að forsætisráðherra skuli ekkert ráma í hann. Hún hefur líklega aldrei lesið bréfin sem við sendum henni en ég hélt að hún myndi kannski eftir því þegar Beggi bróðir minn mætti á kontorinn hjá henni óboðinn. Hún hefur sjálfsagt haft áhugaverðari verkefnum að sinna,“ skrifar Eva á Facebook.
Mál Hauks Hilmarssonar Utanríkismál Sýrland Varnarmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent