„Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 09:30 Diego Maradona á hátindi ferils síns sem langbesti fótboltamaður heims og heimsmeistari á HM 1986. Getty/Archivo El Grafico Giannina, dóttir Diego Maradona, hvatti í gær aðdáendur föður síns til að fjölmenna í fyrirhugaða kröfugöngu í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Kröfugangan mun kalla eftir réttlæti fyrir Diego Maradona en hann lést 25. nóvember síðastliðinn þá nýorðinn sextugur. „Réttlæti fyrir Diego“ kröfugangan á að enda við óbelískuna frægu í miðbæ Buenos Aires en gangan fer fram 10. mars næstkomandi. Maradona lést tveimur vikum eftir að hafa gengist undir heilaaðgerð. Alls hafa sjö einstaklingar sætt rannsókn vegna dauða Maradona en þar á meðal eru heilaskurðlæknirinn Leopoldo Luque, sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem hugsaði um Maradona eftir aðgerðina. Por favor! Nos vemos todos ahí! https://t.co/MeUFIRKHWX— Gianinna Maradona (@gianmaradona) March 4, 2021 Rannsakendur eru að reyna að finna út hvort að þetta fólk hafi gerst sek um vanrækslu og þrír af þeim gætu verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Skipuleggjendur kröfugöngunnar hafa sett fram slagorðið: „Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Giannina Maradona fór á Twitter og hvatti aðdáendur til að fjölmenna. Hún skrifaði: „Gerið það. Sjáumst öll þar. Sannleikurinn mun alltaf koma fram í dagsljósið,“ skrifaði Giannina. Það má búast við fjölmenni í þessa göngu enda Diego Maradona það vinsæll í Argentínu að hann er í guðatölu. Maradona er án vafa einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var yfirburðamaður í heiminum þegar hann var upp á sitt besta en vandræði utan vallar sáu til þess að fallið var hátt. Maradona nánast tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn upp á sitt einsdæmi á HM í Mexíkó 1986 með því að skora fimm mörk og gefa fimm stoðsendingar. Hann skoraði þá öll fjögur mörk liðsins í átta liða og undanúrslitunum og lagði síðan upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Argentína komst líka í úrslitaleikinn fjórum árum síðar með enn slakara lið. Maradona hjálpaði líka Napoli að vinna ítalska meistaratitilinn tvisvar sinnum en félagið hafði aldrei unnið hann áður og hefur heldur aldrei unnið hann síðan. Napoli endurskírði völlinn sinn Stadio Diego Armando Maradona þegar hann lést. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Kröfugangan mun kalla eftir réttlæti fyrir Diego Maradona en hann lést 25. nóvember síðastliðinn þá nýorðinn sextugur. „Réttlæti fyrir Diego“ kröfugangan á að enda við óbelískuna frægu í miðbæ Buenos Aires en gangan fer fram 10. mars næstkomandi. Maradona lést tveimur vikum eftir að hafa gengist undir heilaaðgerð. Alls hafa sjö einstaklingar sætt rannsókn vegna dauða Maradona en þar á meðal eru heilaskurðlæknirinn Leopoldo Luque, sem framkvæmdi aðgerðina og geðlæknirinn Agustina Cosachov, sem hugsaði um Maradona eftir aðgerðina. Por favor! Nos vemos todos ahí! https://t.co/MeUFIRKHWX— Gianinna Maradona (@gianmaradona) March 4, 2021 Rannsakendur eru að reyna að finna út hvort að þetta fólk hafi gerst sek um vanrækslu og þrír af þeim gætu verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi. Skipuleggjendur kröfugöngunnar hafa sett fram slagorðið: „Réttlæti fyrir Diego - hann dó ekki, þeir drápu hann“ Giannina Maradona fór á Twitter og hvatti aðdáendur til að fjölmenna. Hún skrifaði: „Gerið það. Sjáumst öll þar. Sannleikurinn mun alltaf koma fram í dagsljósið,“ skrifaði Giannina. Það má búast við fjölmenni í þessa göngu enda Diego Maradona það vinsæll í Argentínu að hann er í guðatölu. Maradona er án vafa einn besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var yfirburðamaður í heiminum þegar hann var upp á sitt besta en vandræði utan vallar sáu til þess að fallið var hátt. Maradona nánast tryggði Argentínumönnum heimsmeistaratitilinn upp á sitt einsdæmi á HM í Mexíkó 1986 með því að skora fimm mörk og gefa fimm stoðsendingar. Hann skoraði þá öll fjögur mörk liðsins í átta liða og undanúrslitunum og lagði síðan upp sigurmarkið í úrslitaleiknum. Argentína komst líka í úrslitaleikinn fjórum árum síðar með enn slakara lið. Maradona hjálpaði líka Napoli að vinna ítalska meistaratitilinn tvisvar sinnum en félagið hafði aldrei unnið hann áður og hefur heldur aldrei unnið hann síðan. Napoli endurskírði völlinn sinn Stadio Diego Armando Maradona þegar hann lést.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira