„Gleymist hvað þetta bitnar á mörgum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 11:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir nýtur sín vel í Laugardalshöll en fær ekki að æfa þar í einn og hálfan mánuð í vor. VÍSIR/SIGURJÓN Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir segir að frjálsíþróttafólk í Reykjavík hafi enn ekki fengið að heyra neinar, ásættanlegar lausnir vegna þeirra sex vikna sem Laugardalshöllin verður lokuð vegna rafíþróttamóts. Hún óttast áhrifin á ólympíudraum sinn og brottfall hjá krökkunum sem hún þjálfar. Fulltrúar ÍBR funduðu með þjálfurum og formönnum frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík á miðvikudag, eftir að því var lýst yfir í byrjun vikunnar að rafíþróttamótið vinsæla League of Legends Mid-Season Invitational yrði haldið í Laugardalshöll í maí. Óðinn Björn Þorsteinsson, yfirþjálfari hjá ÍR, sagði lítið sem ekkert hafa komið út úr fundinum. Óðinn benti á að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, og Frjálsíþróttasambandið, væru með sínar afreksstefnur en þeim væri ómögulegt að fylgja þegar engin aðstaða væri í boði. Þannig yrði staðan í höfuðborginni í vor. „Það versta við þetta er að við fengum bara að frétta af þessu fyrir fáeinum dögum á netinu, án nokkurrar viðvörunar áður en að þetta hafði bara verið ákveðið,“ sagði Guðbjörg Jóna við Vísi. Ekki gott að æfa seint á kvöldin Sú hugmynd hefur heyrst að Guðbjörg Jóna og annað frjálsíþróttafólk úr meistaraflokki gæti fengið að komast að í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika, en hún segir að þá sé verið að tala um tíma á milli 9 og 11 á kvöldin: „Það er ekki alveg nógu gott. Þetta er slæmt upp á svefninn okkar að gera og mataræðið,“ segir Guðbjörg og bætir við að það sé slæmt að þetta gerist rétt fyrir sumarið. „Á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ Guðbjörg og Guðni Valur Guðnason, kærasti hennar og liðsfélagi úr ÍR og landsliðinu, stefna bæði á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. En Guðbjörg, sem þjálfar stóran hóp krakka í 1. og 2. bekk, bendir á að lokun hallarinnar bitni á stórum hópi iðkenda. Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir íhuga að fara út til æfinga en það er ekki einfalt, sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldursins.Stöð 2 Guðbjörg kveðst óttast brottfall: „Fókusinn er oft á okkur í meistaraflokkunum eða okkur sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og það gleymist kannski hvað þetta bitnar á mörgum. Fatlaða íþróttafólkið þarf að setja sig inn í nýjar rútínu og barna- og unglingastarfið fer bara í eitthvað rugl, og þannig getum við misst framtíðarfólkið okkar. Þetta setur slæmt fordæmi varðandi þau sem hugsa kannski; Já, á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ sagði Guðbjörg. Hlutir sem við ættum ekki að þurfa að spá í Sú lausn hefur verið nefnd að yngstu flokkarnir æfi í Egilshöll ef hægt er að finna lausan tíma þar: „Ég veit ekki hvað verður um krakkana en það er ekki góð lausn að þeir fari upp í Egilshöll á æfingar. Þau eru vön að koma beint úr frístund hér í nágrenninu. Þetta er allt saman mjög leiðinlegt. Við eldri vitum ekkert hvað við eigum að gera og það er mjög slæmt að við og þjálfararnir þurfum að vera að spá í þessu, þegar við ættum bara að vera að hugsa um okkar æfingar og undirbúning. Við eigum ekki að þurfa að pæla í þessum hlutum,“ segir Guðbjörg. Íhuga að æfa erlendis Aðspurð hvort hún hyggist fara erlendis til æfinga, í ljósi stöðunnar og draumsins um að komast til Tókýó, segir Guðbjörg: „Ég er að læra sálfræði í HR en það er í fjarnámi og fyrirlestrarnir teknir upp, svo það væri möguleiki fyrir mig að fara út. Ég þyrfti þá að vita hvernig fyrirkomulagið yrði varðandi prófin. Það er engin útiaðstaða fyrir mig til að æfa hérna svo kannski væri betra að fara út. Við Guðni vorum eitthvað farin að pæla í því en eftir þessi tíðindi þarf maður virkilega að skoða þetta.“ Frjálsar íþróttir Reykjavík Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Fulltrúar ÍBR funduðu með þjálfurum og formönnum frjálsíþróttafélaganna í Reykjavík á miðvikudag, eftir að því var lýst yfir í byrjun vikunnar að rafíþróttamótið vinsæla League of Legends Mid-Season Invitational yrði haldið í Laugardalshöll í maí. Óðinn Björn Þorsteinsson, yfirþjálfari hjá ÍR, sagði lítið sem ekkert hafa komið út úr fundinum. Óðinn benti á að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, og Frjálsíþróttasambandið, væru með sínar afreksstefnur en þeim væri ómögulegt að fylgja þegar engin aðstaða væri í boði. Þannig yrði staðan í höfuðborginni í vor. „Það versta við þetta er að við fengum bara að frétta af þessu fyrir fáeinum dögum á netinu, án nokkurrar viðvörunar áður en að þetta hafði bara verið ákveðið,“ sagði Guðbjörg Jóna við Vísi. Ekki gott að æfa seint á kvöldin Sú hugmynd hefur heyrst að Guðbjörg Jóna og annað frjálsíþróttafólk úr meistaraflokki gæti fengið að komast að í frjálsíþróttahöll FH í Kaplakrika, en hún segir að þá sé verið að tala um tíma á milli 9 og 11 á kvöldin: „Það er ekki alveg nógu gott. Þetta er slæmt upp á svefninn okkar að gera og mataræðið,“ segir Guðbjörg og bætir við að það sé slæmt að þetta gerist rétt fyrir sumarið. „Á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ Guðbjörg og Guðni Valur Guðnason, kærasti hennar og liðsfélagi úr ÍR og landsliðinu, stefna bæði á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. En Guðbjörg, sem þjálfar stóran hóp krakka í 1. og 2. bekk, bendir á að lokun hallarinnar bitni á stórum hópi iðkenda. Guðni Valur Guðnason og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir íhuga að fara út til æfinga en það er ekki einfalt, sérstaklega á tímum kórónuveirufaraldursins.Stöð 2 Guðbjörg kveðst óttast brottfall: „Fókusinn er oft á okkur í meistaraflokkunum eða okkur sem erum að reyna að komast á Ólympíuleikana og það gleymist kannski hvað þetta bitnar á mörgum. Fatlaða íþróttafólkið þarf að setja sig inn í nýjar rútínu og barna- og unglingastarfið fer bara í eitthvað rugl, og þannig getum við misst framtíðarfólkið okkar. Þetta setur slæmt fordæmi varðandi þau sem hugsa kannski; Já, á þá alltaf að vaða bara yfir íþróttina sem mig langar að æfa?“ sagði Guðbjörg. Hlutir sem við ættum ekki að þurfa að spá í Sú lausn hefur verið nefnd að yngstu flokkarnir æfi í Egilshöll ef hægt er að finna lausan tíma þar: „Ég veit ekki hvað verður um krakkana en það er ekki góð lausn að þeir fari upp í Egilshöll á æfingar. Þau eru vön að koma beint úr frístund hér í nágrenninu. Þetta er allt saman mjög leiðinlegt. Við eldri vitum ekkert hvað við eigum að gera og það er mjög slæmt að við og þjálfararnir þurfum að vera að spá í þessu, þegar við ættum bara að vera að hugsa um okkar æfingar og undirbúning. Við eigum ekki að þurfa að pæla í þessum hlutum,“ segir Guðbjörg. Íhuga að æfa erlendis Aðspurð hvort hún hyggist fara erlendis til æfinga, í ljósi stöðunnar og draumsins um að komast til Tókýó, segir Guðbjörg: „Ég er að læra sálfræði í HR en það er í fjarnámi og fyrirlestrarnir teknir upp, svo það væri möguleiki fyrir mig að fara út. Ég þyrfti þá að vita hvernig fyrirkomulagið yrði varðandi prófin. Það er engin útiaðstaða fyrir mig til að æfa hérna svo kannski væri betra að fara út. Við Guðni vorum eitthvað farin að pæla í því en eftir þessi tíðindi þarf maður virkilega að skoða þetta.“
Frjálsar íþróttir Reykjavík Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira