Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 12:59 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig hægt væri að senda jarðvegssýnin frá Mars. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. Vinna NGS á að hefjast strax og standa yfir í minnst fjórtán mánuði. Vélmennið Perseverance verður notað til að taka sýnin og rannsaka þau og kanna hvort þar megi finna ummerki örvera en með samvinnu NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) verða þau flutt aftur til jarðar svo hægt verði að rannsaka þau nánar. Ferlið virkar á þá leið að Perseverance sem lenti nýverið á Mars, verður notað til að safna sýnum og koma þeim fyrir í sérstökum ílátum. NASA og ESA munu senda far til Mars sem mun lenda og safna sýnunum saman. Nothrop Gumman Systems á að þróa búnað til að koma sýnunum frá yfirborði Mars til geimfars ESA, sem mun þá vera á braut um Mars og á að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Það mun gera vísindamönnum jarðarinn kleift að rannsaka jarðvegssýnin á mun nákvæmari máta hægt er að gera með þeim vélmennum sem send hafa verið til Mars. Sömuleiðis verður hægt að rannsaka þau seinna meir með tækni sem er ekki til staðar í dag, eins og gert hefur verið við jarðvegssýnin sem flutt voru frá tunglinu árum áður. Markmiðið er auðvitað að finna hvort sýnin innihaldi ummerki örvera sem talið er að gætu hafa lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vonast var til þess að hægt yrði að skjóta farinu á loft árið 2026, lenda því á Mars árið 2028 og koma sýnunum til jarðarinnar fyrir árið 2031. Sú áætlun er þó í lausu lofti, ef svo má að orði komast, eftir að nefnd lagði til að henni yrði seinkað. Frekari og ítarlegri upplýsingar um verkefni Perseverance má finna í fréttinni hér að neðan. Geimurinn Tækni Mars Tengdar fréttir NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Vinna NGS á að hefjast strax og standa yfir í minnst fjórtán mánuði. Vélmennið Perseverance verður notað til að taka sýnin og rannsaka þau og kanna hvort þar megi finna ummerki örvera en með samvinnu NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) verða þau flutt aftur til jarðar svo hægt verði að rannsaka þau nánar. Ferlið virkar á þá leið að Perseverance sem lenti nýverið á Mars, verður notað til að safna sýnum og koma þeim fyrir í sérstökum ílátum. NASA og ESA munu senda far til Mars sem mun lenda og safna sýnunum saman. Nothrop Gumman Systems á að þróa búnað til að koma sýnunum frá yfirborði Mars til geimfars ESA, sem mun þá vera á braut um Mars og á að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Það mun gera vísindamönnum jarðarinn kleift að rannsaka jarðvegssýnin á mun nákvæmari máta hægt er að gera með þeim vélmennum sem send hafa verið til Mars. Sömuleiðis verður hægt að rannsaka þau seinna meir með tækni sem er ekki til staðar í dag, eins og gert hefur verið við jarðvegssýnin sem flutt voru frá tunglinu árum áður. Markmiðið er auðvitað að finna hvort sýnin innihaldi ummerki örvera sem talið er að gætu hafa lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vonast var til þess að hægt yrði að skjóta farinu á loft árið 2026, lenda því á Mars árið 2028 og koma sýnunum til jarðarinnar fyrir árið 2031. Sú áætlun er þó í lausu lofti, ef svo má að orði komast, eftir að nefnd lagði til að henni yrði seinkað. Frekari og ítarlegri upplýsingar um verkefni Perseverance má finna í fréttinni hér að neðan.
Geimurinn Tækni Mars Tengdar fréttir NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03
Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31
Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00