Telur að Rashford þurfi á aðgerð að halda eftir Evrópumótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 12:30 Marcus Rashford er að glíma við meiðsli þessa dagana. Simon Stacpoole/Getty Images Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Bretlandseyja þegar kemur að knattspyrnu, telur að Marcus Rashford sé að glíma við meiðsli á öxl og þurfi að fara í aðgerð þegar Evrópumótinu í sumar lýkur. Þetta kemur fram í tísti sem Winter birti á dögunum. „Manchester United er með sérstakan leikmann í Marcus Rahford en hann er að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl og þarf að öllum líkindum að fara í aðgerð eftir EM. Rashford mun alltaf ýta líkama sínum út á ystu mörk, sama hversu mikinn verk hann er með vegna þess að hann elskar að spila fótbolta og hann elskar United en hann þarf á hvíld að halda,“ segir í tísti Winter. Manchester United have a very special talent in Marcus Rashford, who is playing with a shoulder injury that might need an operation post-Euros. Rashford will always push his body, whatever the discomfort, because he loves playing and he loves United. But he needs a break. #mufc— Henry Winter (@henrywinter) March 4, 2021 Á síðustu leiktíð spilaði Rashford í gegnum gríðarlegan verk í baki. Það endaði með því að hann kom inn af bekknum í leik gegn Wolves þann 15. janúar 2020 en þurfti að fara af velli skömmu síðar vegna meiðslanna. Ole Gunnar Solskjær – þjálfari Manchester United – var í kjölfarið gagnrýndur fyrir að spila leikmanni sem var langt frá því að vera leikfær. Rashford átti að vera frá það sem eftir lifði tímabils en vegna kórónufaraldursins var ensku deildinni frestað og því náði Rashford síðustu leikjum liðsins er deildin fór aftur af stað. Á endanum missti Rashford aðeins af sjö leikjum. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp níu í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Rashford hefur ekki verið líkur sjálfum sér í undanförnum leikjum er Man Utd hefur hikstað verulega. Ef til vill spila meiðslin þar inn í en svo virðist sem Solskjær treysti ekki liði sínu til að spila án enska landsliðsmannsins sem hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur átta í þeim 27 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þá skoraði Rashford sex mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu, eitt í þremur leikjum til þessa í FA-bikarnum ásamt því að leggja upp tvö og að lokum eitt í tveimur leikjum í Evrópudeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
„Manchester United er með sérstakan leikmann í Marcus Rahford en hann er að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl og þarf að öllum líkindum að fara í aðgerð eftir EM. Rashford mun alltaf ýta líkama sínum út á ystu mörk, sama hversu mikinn verk hann er með vegna þess að hann elskar að spila fótbolta og hann elskar United en hann þarf á hvíld að halda,“ segir í tísti Winter. Manchester United have a very special talent in Marcus Rashford, who is playing with a shoulder injury that might need an operation post-Euros. Rashford will always push his body, whatever the discomfort, because he loves playing and he loves United. But he needs a break. #mufc— Henry Winter (@henrywinter) March 4, 2021 Á síðustu leiktíð spilaði Rashford í gegnum gríðarlegan verk í baki. Það endaði með því að hann kom inn af bekknum í leik gegn Wolves þann 15. janúar 2020 en þurfti að fara af velli skömmu síðar vegna meiðslanna. Ole Gunnar Solskjær – þjálfari Manchester United – var í kjölfarið gagnrýndur fyrir að spila leikmanni sem var langt frá því að vera leikfær. Rashford átti að vera frá það sem eftir lifði tímabils en vegna kórónufaraldursins var ensku deildinni frestað og því náði Rashford síðustu leikjum liðsins er deildin fór aftur af stað. Á endanum missti Rashford aðeins af sjö leikjum. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp níu í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Rashford hefur ekki verið líkur sjálfum sér í undanförnum leikjum er Man Utd hefur hikstað verulega. Ef til vill spila meiðslin þar inn í en svo virðist sem Solskjær treysti ekki liði sínu til að spila án enska landsliðsmannsins sem hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur átta í þeim 27 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þá skoraði Rashford sex mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu, eitt í þremur leikjum til þessa í FA-bikarnum ásamt því að leggja upp tvö og að lokum eitt í tveimur leikjum í Evrópudeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira